Að vefa utan vefstóls

12 AÐ VEFA UTAN VEFSTÓLS VERKEFNIÐ Vefnaðaraðferð: einskefta í hring 1. Veljið fyrirmynd eða teiknið hana sjálf til að vinna út frá. 2. Límið ísspýturnar saman með límbyssunni og látið kólna, mynd 1 . 3. Bindið garnið við spýturnar, mynd 2 . 4. Vefjið garnið nokkra hringi utan um spýturnar þar sem þær mætast, mynd 3 . 5. Haldið áfram að vefja garnið og skiptið um liti eftir því sem þið viljið. Nýr litur er hnýttur við gamla litinn, mynd 4 . 6. Í lokin er vafið með skrautgarni. Lítill munur er á fram- og bakhlið hlutarins. 7. Takið spotta af garni og þræðið á nál og stingið í gegnum vafninginn í efstu brún. 8. og búið til lykkju til að hengja upp, mynd 5 . 9. Hengið upp eða festið nælu aftan á og nýtið sem skraut á flík. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað finnst ykkur þið hafa lært af þessu verkefni? • Hvernig finnst ykkur að vinna út frá fyrirmynd, ykkar eigin eða annarri? • Hvernig gekk að fara eftir verkefnalýsingu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=