Að vefa utan vefstóls

AÐ VEFA UTAN VEFSTÓLS 8 VERKEFNIÐ Vefnaðaraðferð: einskefta fram og til baka 1. Veljið fyrirmynd til að vinna út frá, einnig mega nemendur teikna fígúru á blað þar sem þeir velja síðan liti á föt og hár og vinna síðan út frá þeirri teikningu. 2. Veljið spotta í hár, föt og andlit og sækið 4 rör og uppistöðugarn, mynd 1 . 3. Klippið beygjurnar ofan af rörunum eða notið bein rör. Dragið uppistöðugarnið í gegnum rörin með nál og bindið endana saman efst mynd 2 . 4. Veljið lit í hárið og klippið 6 jafnlanga spotta. Takið hárspottana og vefið með fingrunum hvern og einn yfir og undir rörin sitt á hvað, mynd 3 . Hafið hárspottana jafnlanga til hliðar við rörin báðum megin. 5. Skiptið 6 spottum í þrjú pör og fléttið fléttur sitthvoru megin við rörin, mynd 4 . 6. Byrjið að vefa með litnum sem valinn var fyrir andlit, mynd 5 . 7. Gerið hendurnar eins og hárið með viðeigandi lit. 8. Vefið búkinn og efri hlutann á buxunum eins og andlitið. 9. Vefið fætur á tvö rör hvorn fót. Fyrst með buxnalitnum og síðan öðrum lit fyrir fætur eða skó, mynd 6 og 7 . 10 . Dragið rörin úr og hnýtið uppistöðugarnið neðst við hvorn fót, mynd 8 . 11. Losið hnútinn efst á uppstöðugarninu og hnýtið tvö og tvö bönd saman og síðan einn hnút efst til að hengja upp með, mynd 9 . 12. Límið föndur augun á eða saumið í með sporum eins og fræhnút eða flatsaum. Munnurinn er saumaður í með þræðispori eða aftursting. Hægt er að skreyta fígúruna að vild. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað finnst ykkur þið hafa lært af þessu verkefni? • Hvernig finnst ykkur að vinna út frá fyrirmynd, ykkar eigin eða annarri? • Hvernig gekk að teikna samkvæmt verkefnalýsingunni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=