Á strönd
Til kennara Tilgangur þessa bókaflokks, sem er alls átta bækur, er að vekja lestraráhuga nemenda og þjálfa þá í að lesa orð með samhljóðasamböndum. Við gerð bókarinnar Á strönd eru sérstaklega valin orð með samhljóðum fyrir framan l í upphafi orða , þ.e. orð eins og blár, flýgur, hlaupa . Á strönd er fyrsta bókin af fjórum um krakkana Hlín, Bjarka, Trillu og Sverri. Allir krakkarnir eru nefndir í þessari bók þótt samhljóðasambönd með j og r séu ekki æfð skipulega fyrr en í sjöttu og sjöundu bók. Forspá/umræður . Nemendur og kennari skoði bókina saman og ræði efni hennar út frá titli, kaflaheitum og myndum. Leggja skal áherslu á að nota orðin sem koma fyrir í textanum. Orðaforði . Góð æfing til auka orðaforða er að finna samheiti og andheiti orða þar sem því verður við komið. Mörg börn hafa komið til annarra landa og í tengslum við þessa sögu gefst tækifæri til að ræða heiti þeirra, hvar löndin eru, hvað höfuðborgirnar heita, veðurfar o.s.frv. Hljóðgreining . Kennari segir orð, barnið hlustar eftir tilteknu sam- hljóðasambandi. Hvar er það í orðinu? Æskilegt að nota fleiri orð en eru í textanum. Orðalestur . Kennari skrifar samhljóðasambandsorðin á lítil spjöld og æfir nemendur í að lesa þau stök. Auðvelda má lesturinn með því að búta orðin í lesbúta, dæmi: hlau-pa, Kla-r a. Sum börn þurfa æfingu í að lesa önnur orð í textanum, sjá orðakassa á bls. 16. Þar eru tekin út nöfn sögupersónanna, orð með tvöföldum samhljóða og orð með samhljóða- samböndunum st og sk en þau eru æfð sérstaklega í sögunum Leyni- félagið Skúmur og Læstur inni . Lestur . Sagan lesin. Vakin athygli á spurningunum neðst á hverri síðu sem eru ætlaðar til að skerpa athygli og lesskilning. Ritun . Nemandi skrifar stöku orðin (og orðin á blaðsíðu 16) í litla bók eftir að hafa lesið þau tvisvar til þrisvar sinnum. Sumir geta e.t.v. búið til setningar með einu eða tveimur orðum og myndskreytt. Venjulega er nóg fyrir barnið að fást við eina opnu í senn. Þetta getur líka verið skemmtilegt heima- eða samvinnuverkefni. Foreldri eða skólafélagi les stöku orðin upp, barnið skrifar eftir upplestri og svo er farið sameiginlega yfir á eftir. Á vef Menntamálastofnunar eru verkefnablöð með sögunni.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=