7 Úlfur gleymdi því að hann ætlaði yfir götuna, tók ekki augun af bílnum. Var stelpan að biðja um hjálp? Var verið að ræna henni? Var hún í lífshættu? Hversu gömul var hún? Hvað átti hann að gera? Átti hann að hringja í lögguna? Úlfur stökk upp á hjólið og brunaði af stað. Hann hélt sig töluvert fyrir aftan bílinn til vekja ekki grunsemdir. Óttasleginn. Hann varð að ná númerinu og tók upp símann, skjálfhentur og beindi honum að bílnum. Með aðra hönd á stýri þurfti hann að hjóla á milli gangandi vegfarenda en missti stjórn á hjólinu og flaug á hausinn. Síminn fór í tvennt en Úlfur spratt á fætur, stakk honum í vasann og hjólaði í ofboði á eftir bílnum sem fór sífellt hraðar. Þegar hann nálgaðist þuldi hann upp númerið aftur og aftur: „XL K59, XL K59, XL K59.“ Augnabliki síðar var bíllinn horfinn út í buskann.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=