Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

83 Tveimur tímum eftir miðnætti róaðist ástandið á spítalanum. Löggan og yfirlæknirinn voru sammála um að hvíldin skipti mestu máli og því yrðu yfirheyrslur að bíða til morguns. Spítalinn bauð upp á kjötbollur og auk krakkanna sátu foreldrar þeirra að snæðingi. Nema pabbi Úlfs. Hann var með þeim á Facetime og hló annað slagið, sérstaklega stoltur af syni sínum. „Þetta er jafn skemmtilegt og að setja Íslandsmet í frjálsum,“ sagði hann. „Já, af því að þetta endaði vel, kallinn minn,“ sagði mamma Úlfs. Myndir af slysinu og krökkunum birtust á öllum netmiðlum en fréttirnar endurspegluðu ekki nema brot af sannleikanum. Sagan öll yrði að bíða betri tíma enda átti lögreglan eftir að rannsaka málið. „Hvað varð um stelpuna, með HELP skiltið?“ spurði Torfi og leit á Úlf sem

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=