82 var sprungin, buxurnar rifnar og opið sár á öðru hnénu. Samt fann hann hvergi til. Hann starði á vini sína í sjokki. Grét hvorki né hló. „Hann er vaknaður,“ sagði Brynhildur og reyndi að troða sér alveg upp að honum. Löggan hélt krökkunum í hæfilegri fjarlægð. „Hann er lifandi,“ bætti hún við. Svo faðmaði hún Aminu. „Hann er lifandi.“ „Hæ,“ umlaði Úlfur á meðan verið var að hlúa að honum. Það var eins og hann væri að raða saman púsli til að átta sig á heildarmyndinni. Það tók sinn tíma eftir þetta ótrúlega ævintýri. Hin fimm fræknu voru flutt upp á spítala til skoðunar. Þótt þau væru í áfalli voru þau fljót að jafna sig. Foreldrar krakkanna mættu upp á spítala og fjölmiðlafólk var á sveimi. Ungur blaðamaður reyndi að skríða inn um glugga til að taka viðtal við einhvern í hópnum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=