79 Hver er hún? Aðeins nokkrum augnablikum eftir að bíllinn og flugvélin skullu saman blikkuðu ótal blá ljós á vellinum. Fjórir lögreglubílar óku inn á flugbrautina um það bil sem farartækin lentu í árekstri. Svo bættust tveir slökkviliðsbílar við, sjúkrabíll, sérsveit lögreglunnar og rannsóknarlögreglan. Loksins hafði löggan áttað sig á því hvar hún átti að leita. Enginn eldur kviknaði og skrokkur vélarinnar var heill að mestu. Þó brotnaði rúðan í flugstjórnarklefanum. Tveir mannræningjanna voru ekki búnir að spenna beltin þegar vélin lagði af stað. Þeir slengdust því til við áreksturinn og rotuðust. Helstu fjölmiðlar landsins voru komnir á staðinn og lögreglan átti í mestu vandræðum með að halda almennum borgurum frá vettvangi. Blikkandi blá og rauð ljós á miðri flugbraut vöktu mikla forvitni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=