70 „Við verðum að læsa þau inni,“ sagði Amina, „setjum eitthvað fyrir hurðina.“ Hún tók sprett og Úlfur þorði ekki annað en að fylgja henni. Hann hafði ekki hugmynd um að hverju hún var að leita en elti eins og sannur vinur. Ekki vildi hann hanga einn fyrir utan gluggann. Eitthvað varð að gera. Þau fundu ekkert í nágrenni við flugskýlið sem gæti hindrað að dyrnar yrðu opnaðar. Líklega var um rafmagnshurð að ræða af því hún var risastór. Og þá skipti litlu máli hvort steinn eða tunna eða eitthvað annað væri fyrir utan. Þegar Amina var næstum komin heilan hring í kringum flugskýlið opnuðust dyrnar, hægt og rólega. Lítil dráttarvél dró flugvélina út, metra fyrir metra. Úlfur og Amina rétt náðu að fela sig fyrir aftan hurðina sem opnaðist út. Þau héldu niðri í sér andanum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=