5 Hjálp eða ekki hjálp? Úlfur hjólaði heim af æfingu, dauðþreyttur og annars hugar. Hann var hlaupari, æfði sex sinnum í viku og dreymdi um að verða Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi. Hann tók ekki eftir rauða kallinum og snarhemlaði við gangbrautina. Það munaði engu að hann hjólaði beint út á götu. Umferðin var þung, bíll við bíl. Flestir á leið heim úr vinnu eða skóla. „Help,“ sagði Úlfur skyndilega við sjálfan sig, þungt hugsi, þegar hann leit á bíl sem ók fram hjá. „Help,“ sagði hann aftur og starði á bílinn sem fór yfir á rauðu. Hjartað tók þung aukaslög. Stelpa á hans aldri starði sorgmædd út um bílrúðuna. Hún klessti miða upp að glerinu sem á stóð HELP. Skyndilega var hún rifin niður í sætið.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=