Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

61 Þögn og myrkur „Síminn er dauður,“ sagði Amina sem hélt fast utan um Úlf. Hún náði þó að kíkja á símann. „Andskotans,“ bætti hún við, „helvítis!“ „Þú náðir samt að senda löggunni skilaboðin og myndina,“ sagði Úlfur. „Er það ekki?“ „Já, pottþétt, held ég,“ svaraði hún með semingi. „Ég horfði ekki á skilaboðin fara en það hlýtur að vera. Við vorum að flýta okkur og stressuð. Við ættum kannski fyrst að fara á lögreglustöðina.“ „Glætan,“ sagði Úlfur. „Löggan sendir okkur beint heim að sofa.“ Þau brunuðu hratt fram hjá spítalanum sem var í byggingu, Umferðarmiðstöðinni og N1. Allt í einu efaðist Úlfur um að þau væru á réttri leið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=