Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

60 flugvél 23:30 – kaupa klóróform – lending í Tekkó um 05 – skipta 50/50. Úlfur las þetta aftur, hægt og rólega. Upphátt. „Hvað er klóróform?“ spurði hann. „Það er til að svæfa fólk. Og dýr,“ sagði Amina. „Þetta er vökvi sem er settur í tusku og svo framan í fólk sem á að svæfa.“ „Taktu mynd af blaðinu og sendu á lögguna,“ sagði Úlfur. „Segðu henni að við ætlum niður á flugvöll.“ „Til Keflavíkur?“ spurði Amina. „Ha? Nei. Örugglega ekki,“ sagði Úlfur. „Byrjum á Reykjavíkurflugvelli. Hann er þarna,“ bætti hann við og benti út í loftið. „Hinum megin við hornið.“ Þegar Amina hafði sent skilaboðin hlupu þau upp á Snorrabraut og fundu þar rafmagnshlaupahjól. Leiðin lá niður á Reykjavíkurflugvöll sem blasti við þeim.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=