Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

58 virtust gista þarna reglulega. „Hjartað er að springa,“ hvíslaði Úlfur, „og ég er kominn með hausverk.“ „Drífum okkur út,“ svaraði Amina. „Ég get ekki meira. Kannski er fólkið að leggja fyrir okkur gildru? „Kíkjum í ruslið,“ sagði Úlfur, „það er oft gert í bíómyndum.“ Ruslafatan í eldhúsinu var tóm en ruslatunnan við bílskúrinn troðfull. Úlfur tók efsta pokann sem var merktur Bónus, skar gat á hann og hvolfdi úr honum. Alls kyns matarafgangar komu í ljós, niðursuðudósir, kaffibaunir, smokkar, tómir kexpakkar, flöskur, flögur og fleira. Amina hrökk í kút þegar síminn hennar pípti: Sími Úlfs fannst uppi á gámnum. Ekkert annað grunsamlegt! Kv. Sara lögga Hún las þetta upphátt fyrir Úlf. „Þetta er frá löggunni.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=