57 Aminu sem hoppaði ofan af tunnunni. Þau læddust inn í skúrinn, lýstu á númeraplötuna. „Þetta er bíllinn sem ég var að elta,“ sagði Úlfur undrandi. „Komu þau aftur hingað? Hvað er í gangi? Þau hafa greinilega vitað hvað gæti gerst og verið búin að plana flótta.“ Hann lagði lófann á húddið. „Vélin er ennþá volg.“ Ekkert í bílnum var grunsamlegt. Engin vopn, engar vísbendingar og bílskúrinn var venjulegur. „Við þurfum að komast inn í húsið,“ sagði Amina. „Við höfum gert það áður,“ sagði Úlfur kokhraustur. Og það reyndist þeim auðvelt. Í látunum fyrir rúmum klukkutíma hafði gleymst að læsa útidyrunum. Amina kveikti á vasaljósinu. Úlfur hélt í hana. Þau fikruðu sig áfram, skref fyrir skref. Litu inn í hvert einasta herbergi. Víða lá dót sem passaði ekki við herbergin og þau voru viss um að þetta væri þýfi. Rúmin og rúmfötin gáfu til kynna að fjórir eða sex
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=