Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

47 Lögreglan þurfti ekki að staldra lengi við á Guðrúnargötu til að átta sig á því að flest þar vakti grunsemdir um saknæmt athæfi. Konurnar sögðu ekkert en kíktu inn í öll herbergi. Sögðust kannast við eitt og annað sem lýst hefði verið eftir. „Hvað gerum við núna?“ spurði Amina þegar þær voru sestar aftur inn í bílinn. „Við förum í bíltúr,“ sagði sú sem sat undir stýri. „Það er það eina sem við getum gert. Við kíkjum á nokkra staði sem koma til greina.“ „Ég man núna,“ sagði Amina skyndilega og hallaði sér fram eins og til að leggja áherslu á orðin. „Úlfur sagði að Bílaleiga Akureyrar ætti bílinn.“ „Það ætti að auðvelda okkur leitina,“ sagði bílstjórinn og bað samstarfskonu sína að hringja niður á stöð og afla frekari upplýsinga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=