Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

45 Engin spor Amina hjólaði frá Guðrúnargötu, hikandi. Hún stoppaði nokkrum sinnum til að hugsa sinn gang og telja í sig kjark. Og svo stóð hún í smástund fyrir utan stöðina áður en hún opnaði dyrnar. Sporin voru þung. Ung lögreglukona tók hlýlega á móti Aminu og þá brast hún í grát. Hún hafði aldrei átt samskipti við lögregluna áður og heldur ekki lent í svona alvarlegri atburðarás. Amina óttaðist um líf vina sinna en var líka hikandi að tala við lögguna. „Ég veit ekkert hvert fólkið fór eða hvort Úlfur náði að elta,“ sagði Amina kjökrandi. „Hann tók símann minn til að geta fundið símann sinn af því að ...“ ,Lögreglukonan greip fram í fyrir henni; „Hvaða númer ertu með?“ Hún sló inn númerið en það kom strax í ljós að síminn var dauður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=