Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

42 á venjulegu kvöldi, lent í þessum ömurlegu aðstæðum? Hann vissi að hann gæti ekki bjargað vinum sínum úr skipinu en hann varð að komast um borð. Þau fjögur væru líklegri til að sleppa frekar en hin þrjú saman. Eða hvað? Úlfur hljóp að enda bryggjunnar og gat nánast teygt sig í skipið. En það fjarlægðist ofurhægt. Kaðallinn að framan hékk enn þá upp við skipið en færðist sífellt ofar, sjálfvirkt. Án þess að hugsa sig um, hljóp Úlfur aðeins til baka til að ná góðu tilhlaupi og spretti síðan úr spori. Öskrandi. Hann hugsaði ekkert. Vissi ekki hvað hann var að gera. Hann sá pabba sinn hlæjandi fyrir sér og vini sína berjast fyrir lífi sínu í bílnum. Hann flaug fram af bryggjunni og náði taki á kaðlinum. Það var kraftaverk. Kaðallinn dróst sífellt hærra. Úlfur klemmdi fæturna utan um kaðalinn sem var of sleipur svo hann náði ekki nógu góðu taki. Og kaðallinn fór allt of hægt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=