Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

41 Lyftarinn hvarf á milli gámanna og sást ekki aftur. Næstum dauðaþögn ríkti á bryggjunni. Smá ískur heyrðist frá skipinu, mannamál í fjarska og nokkrir gargandi mávar. Tunglið var að hverfa niður fyrir Esjuna. Allt í einu skaust maður út úr myrkrinu og leysti landfestar skipsins. Henti köðlunum í sjóinn, fyrst að framanverðu svo aftanverðu. Skipið var að leggja úr höfn, í skjóli nætur. Úlfur leit skelfingu lostinn í kringum sig. Hvar eru allir? Eru engir næturverðir á þessu svæði? Geta menn bara fyllt skip af bílum og stolnu dóti og siglt í burtu þegar þeim hentar? Hann sleppti hjólinu og hljóp að skipinu. Torfi, Morati og Brynhildur hlutu að vera í bílunum sem hafði örugglega verið ekið inn í gámana og svo hífðir um borð. Skipið bar útlenskt nafn. Úlfur gat ekki borið það fram. Hvar var pabbi hans núna og mamma? Hvernig gat hann allt í einu,

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=