40 „Hvar er þessi rauði depill?“ spurði Úlfur æstur og sýndi honum símann. „Er hann kominn inn í einhvern gám?“ „Nó engliss, sorrí,“ sagði starfsmaðurinn og yppti öxlum. „Jú möst gó. Deinger. Gó, gó.“ Úlfur mundi eftir því að rétt áður en hann hjólaði inn á svæðið höfðu nokkrir gámar verið hífðir um borð í skipið. Inn í einum þeirra hlaut rauða Toyotan að vera. Og líklega jeppinn. Það átti áreiðanlega að flytja allt þýfið úr landi; bílana, aðra bíla, byssur, tölvur og svipað dót og var í húsinu. Já, og krakkana. Kannski var þýfi í öllum gámunum. Úlfur ætlaði að nota síðasta eina prósentið til að hringja í lögregluna en um leið og hann ýtti á 112 dó síminn. Hann neitaði að trúa sínum eigin augum. Hvað nú? Af hverju var löggan ekki sjálf búin að hringja í hann fyrir löngu? Ætli Amina hafi ekki þorað að fara inn á lögreglustöðina?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=