Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

39 Hann gaf í og hallaði sér fram á stýrið til að komast hraðar. Rauði depillinn hreyfðist ekki lengur. Voru þau komin að endastöð, á gámasvæðið niðri á bryggju? Í Sundahöfn rak hann augun í stór skilti sem á stóð að allur aðgangur væri stranglega bannaður. Hann hjólaði engu að síður á milli gámanna. Líklega væri best ef gæslumenn á svæðinu myndu sjá hann og elta. Þá gæti hann sagt þeim alla söguna. Depillinn var mun nær bryggjunni og sjónum. Úlfur hjólaði sífellt lengra. Batteríið sýndi 2%. Það mátti alls ekki slökkna á símanum. Þegar hann var kominn út á bryggju og depillinn virtist enn um tuttugu metra í burtu birtist risastór lyftari sem var að færa til gáma svo hægt væri að hífa þá um borð. Úlfur hjólaði svo snöggt í veg fyrir lyftarann að sá sem sat undir stýri varð að snarhemla. Úlfur stökk af hjólinu og klifraði upp stigann til að geta rætt við lyftaragaurinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=