38 kringumstæðum. Hann vonaðist til að Amina hefði farið beinustu leið niður á lögreglustöð og bjóst því við símtali á hverri stundu. En ef batteríið kláraðist næði löggan ekki sambandi og gæti heldur ekki séð hvar síminn væri. Úlfur hjólaði austur eftir Laugavegi, beygði síðan í átt að Laugardalslaug. Þaðan elti hann ljósið niður að Sundahöfn. Þá fyrst varð hann verulega skelkaður. Voru þetta raunverulegir mannræningjar sem ætluðu að flytja vini hans úr landi? Slíkt gerist ekki á Íslandi, eða hvað? Eða voru þetta kannski bara þjófar? Hvernig geta Íslendingar tekið þátt í því að ræna unglingum? Og flytja þá úr landi. Hvað er gert við krakka sem er rænt? Eru þeir sendir í þrælavinnu, fórnarlömb kynferðisglæpa eða átti að selja úr þeim líffærin? Alls kyns hugsanir sóttu á Úlf og hann sá alls konar viðbjóð fyrir sér.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=