32 Konan leit á risann og útskýrði fyrir honum hvað Brynhildur hafði sagt. Hann hristi hausinn. „Þetta er hreint og klárt innbrot,“ sagði sá sköllótti. „Hringið bara á lögguna,“ sagði Brynhildur, „þá kemur sannleikurinn í ljós. Þetta er fáránlegur misskilningur.“ Fólkið starði á Morati og Brynhildi en vinir þeirra fylgdust stjarfir með úr garðinum. Þeir gátu sig hvergi hreyft og bjuggust við hinu versta. Úlfur hvíslaði einhverju að Torfa og læddist síðan yfir í næsta garð og þaðan yfir í annan þar til hann var kominn að Guðrúnargötu. Hann fikraði sig að rauðu Toyotunni sem var ólæst eins og hann hafði vonast eftir. Hann stillti símann sinn á „flight mode“ og faldi hann undir bílstjórasætinu. Svo flýtti hann sér til baka en á sama augnabliki gekk Torfi inn í stofuna.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=