31 „Ég myndi hlýða ef ég væri þið,“ sagði konan á íslensku. „Þessi gaur er klikkaður. Hann er svo heimskur að hann þekkir ekki muninn á banana og hamri. Ég myndi snarhalda kjafti og sitja kyrr.“ Að svo mæltu rauk hún út á svalir og niður í garð. Þar rýndi hún í allar áttir eins og hún væri að leita að fleirum. „Eru fleiri með ykkur?“ spurði hinn maðurinn á íslensku. Hann var lágvaxinn og sköllóttur. Morati og Brynhildur héldu að hann væri útlenskur. Þau litu hvort á annað og svöruðu samtímis. Hann sagði JÁ en hún NEI. „Þetta er fáránlegur misskilningur,“ sagði Brynhildur og bliknaði ekki þegar hún laug. „Okkur var sagt að nýi bekkjarbróðir okkar byggi í þessu húsi og við ætluðum að hrekkja hann. Þannig vígjum við nýja krakka inn í bekkinn. Er þetta ekki Guðrúnargata 8?“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=