Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

22 Torfi sagði ekkert. Ekki Úlfur heldur. „Ég gæti líka skriðið inn um glugga,“ sagði Brynhildur. „Við getum öll farið inn í garðinn af því það er enginn heima. Myrkrið er svo svart.“ Þau fikruðu sig varfærnislega á milli trjánna og að húsinu. Síðan upp á svalir. Torfi lýsti inn. Þýfið blasti við. Lítill gluggi var ólæstur. Morati teygði sig upp. „Til hvers að fara inn?“ spurði Úlfur með hjartað á fullu. Lófar hans voru sveittir. „Ég hef bara áhyggjur af stelpunni og hún er örugglega ekki þarna í myrkrinu. Og bíllinn er ekki heima.“ „Ef það er enginn heima er þá ekki allt í lagi að skríða inn?“ sagði Morati og gretti sig. „Það er spennandi að fara inn um glugga og njósna. Ég hef séð það í bíómyndum.“ „En ef einhver kemur?“ spurði Amina. „Þá hlaupum við,“ sagði Torfi. „Við erum best í því.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=