21 „Nema þeir noti hana til að stela,“ sagði Torfi. „Kannski er hún best í því. Lítil og nett.“ „Það er drullu sniðugt að nota krakka til að stela,“ sagði Brynhildur. „Litlir krakkar komast næstum því inn um skráargöt.“ Strákarnir skiptust á að þýða allt fyrir Aminu en þá spurði hún: „Eigum við ekki að hringja í lögguna?“ „Hvað eigum við að segja?“ spurði Torfi. „Að við séum að stelast inn í garða hjá fólki og lýsa inn um glugga? Við erum örugglega að brjóta lög. Og við höfum ekki hugmynd um hvort þessu hefur verið stolið eða hvort fólkið hafi keypt þetta á flóamarkaði. Kannski er þetta allt gamalt drasl.“ „Var enginn gluggi opinn?“ Morati leit á Torfa um leið og hann spurði. „Ég tók ekki eftir því. Af hverju?“ „Ég gæti komist inn.“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=