Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

17 Hittast hjá Torfa klukkan 20:00. Ekki koma of seint. Mæta í svörtu. Stelpa í lífshættu. Þetta er ekki djók. Bara fyrir hugrakka. Úlfur skrifaði þetta líka á ensku því Amina, sem var nýflutt til Íslands frá Úkraínu, var ekki búin að læra íslensku. Hún var reyndar snögg að pikka upp orð sem skiptu máli. Allir mættu stundvíslega. Úlfur útskýrði hvað hann hefði séð og sagði frá samtalinu við Neyðarlínuna og bílaleiguna. „Þetta er spennandi,“ sagði Brynhildur og gekk fram og aftur. „Ég þarf að kúka,“ sagði Morati, „ég er skíthræddur en ætla samt með ykkur.“ Svo stökk hann á salernið. „Hvaðan er fólkið?“ spurði Amina á ensku. „Veit ekki,“ sagði Úlfur og yppti öxlum. „Ég spurði bílaleiguna bara um heimilisfangið.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=