Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

13 „Þú varst hvort sem er svo lélegur í golfi.“ Og grenjaði úr hlátri en borgaði samt kylfurnar. Úlfur hringdi í Bílaleigu Akureyrar. Hann var með hnút í maganum en reyndi að róa sig með því að draga djúpt andann. „Já, góðan dag, ég heiti Sigurður,“ sagði Úlfur og reyndi að tala fullorðinslega. „Ég sá að stelpa í bíl frá bílaleigunni missti veskið sitt á götuna þegar hún fór inn í bílinn. Ég fann veskið. Getið þið sagt mér hver er með bílinn á leigu?“ „Hvernig veistu að bíllinn er frá okkur?“ spurði starfsstúlkan. „Ég sá, ég sá ..., sá merkið í glugganum. Bílaleiga Akureyrar.“ „Manstu bílnúmerið?“ spurði stúlkan. „Já, XL K59. Þetta var rauð Toyota, alveg eldrauð.“ „Þessi bíll er skráður á Guðrúnargötu 6 í Reykjavík. Honum verður skilað á

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=