Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

12 Hjólaðu svo að húsinu með vinum þínum og njósnaðu. Ég gerði svoleiðis sem gutti. Kíkirinn er í lyklaskápnum. Farðu bara varlega.“ „Ertu brjálaður?“ spurði Úlfur en þetta var ekki í fyrsta skipti sem pabbi hans kom með stórfurðulegar hugmyndir. „Fáðu hlaupahópinn með þér. Þið getið alltaf stungið glæpamennina af. Það hleypur enginn hraðar en Íslandsmeistarinn.“ Skipstjórinn var í stuði og gerði grín að áhyggjum sonar síns. „Ég þarf að rjúka. Þú leyfir mér að fylgjast með. Þessi fiskur veiðir sig ekki sjálfur. Ég ætla að verða Íslandsmeistari á undan þér. Reyni við þúsund tonn í kvöld. Kannski verður það heimsmet.“ Úlfur var ekki hissa á fíflaskap föður síns en honum fannst þetta ganga of langt. Pabbi hans tók sjaldan neitt alvarlega. Ekki einu sinni þegar hann keyrði yfir golfkylfur nágrannans. Þá sagði hann:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=