11 Lögguleikur Á ísskápshurðinni hékk skipulag fjölskyldunnar fyrir vikuna. Þar stóð að mamma Úlfs færi beint í saumaklúbb eftir vinnu. Hann ákvað því að hringja í pabba sinn, jafnvel þótt hann væri skipstjóri lengst úti á sjó. Úlfur útskýrði fyrir honum hvað hefði gerst. „Af hverju rannsakar þú ekki málið sjálfur, með vinum þínum?“ sagði skipstjórinn meira í gríni en alvöru. „Þú hefur alltaf elskað lögguleiki, nú færðu tilvalið tækifæri.“ Og svo hló hann. „Pabbi, þetta er ekkert grín. Ég er búinn að hringja í lögguna en mamma er í saumaklúbb og kannski er stelpan í lífshættu. Ég verð að gera eitthvað.“ „Þú ert með bílnúmerið, hringdu í bílaleiguna, eftir hverju ertu að bíða? Sá sem leigir bíl þarf að gefa upp heimilisfang.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=