8 Úlfur bremsaði. Starði lengi fram fyrir sig. Hvað átti hann að gera? Var stelpan að grínast? Hvað ef henni hafði verið rænt? Hann smellti símanum saman og þá kviknaði ljós. „XL K59, XL K59,“ endurtók hann. Sló síðan inn númerið 112 og beið. Skíthræddur. „Svariði, svariði, svariði,“ tautaði hann stressaður. „Neyðarlínan, hvernig get ég aðstoðað?“ Röddin var yfirveguð. „Er þetta hjá löggunni?“ spurði Úlfur æstur. „Já, hvernig get ég aðstoðað?“ „Það er hérna ... ég var að hjóla og ... flaug á hausinn og síminn fór í tvennt en það var stelpa sem hélt á skilti. En ég gat lagað símann. Þess vegna gat ég hringt. En það var stelpa í bíl sem ... sem ... sem er í lífshættu af því hún hélt á skilti með help. Það stóð help á skiltinu en svo hvarf hún og ... löggan verður ...“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=