Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

Á rás ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON

TIL NEMANDA Þessi bók er eign skólans þíns og þú hefur hana að láni. Bækur eru dýrar og því mikilvægt að farið sé vel með þær. Gættu þess vel að skrifa ekki í þessa bók. 1) Nafn nemanda skal greinilega skrifað í línurnar hér að ofan. 2) Ástandi bókar við útlán og skil skal lýst þannig: N: ný bók, G: gott, S: sæmilegt, L: lélegt. Bók nr. Tekin í notkun Skóli Nemandi/bekkur Ástand Ástand Útlán: (dags.) Skil: (dags.) Hvað gerðist í strákaklef Hvað voru stelpurnar að inni? Guðmundur skólas safnað krökkunum sama til að fara yfir óþægilega Ekki er allt sem sýnist og hver gerði hvað og fund óvænta stefnu. Höfundur sögunnar er G og persónur bókarinnar góðkunnar úr fyrri bóku Myndskreytingar eru efti Guðnýju Hannesdóttur. 7351 Gói fær spennandi gjöf á afmælinu sínu. Verður fyrir Góa að eignast vini verður lífið flóknara en þ Höfundur sögunnar er A Þórarinsdóttir og mynds eru eftir Árna Jón Gunna Námsgagnasto 07201 Morð er framið í Reykja sem á við geðræn vanda um verknaðinn. Ekki er og stundum rennur raun saman við hugrenninga Hver er konan í drekasl Er hægt að treysta rauðh Höfundur sögunnar er S og myndskreytingar eru Rögnu Gunnarsdóttur. 7449

Á rás eftir Þorgrím Þráinsson

Á rás ISBN 978-9979-0-2778-2 © 2022 Þorgrímur Þráinsson © 2022 Teikningar: Sunneva Guðrún Þórðardóttir Ritstjóri: Sigríður Wöhler Yfirlestur og álit: Magdalena Berglind Björnsdóttir grunnskólakennari Málfarsyfirlestur: Ingólfur Steinsson 1. útgáfa 2022 Menntamálastofnun, Kópavogi Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun Prentvinnsla: Prentmiðlun ehf./Lettland Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild, án skriflegs leyfis textahöfundar, myndahöfundar og útgefanda.

Efnisyfirl it Persónur 4 Hjálp eða ekki hjálp? 5 Lögguleikur 11 Leynifélagið 15 Myrkrið 19 Skelfing 27 Flóttinn 33 Eltingaleikur 37 Engin spor 45 Ískaldur sjór 48 Farið heim 52 Leyndarmál ið í rusl inu 56 Þögn og myrkur 61 Flótti um nótt 66 Hetja eða hættuspi l? 72 Hver er hún? 79

4 Persónur úlfur er í 10. bekk, efnilegur langhlaupari og góður námsmaður. amina er frá Úkraínu. Úlfur og Torfi eru bestu vinir hennar. Torfi er bekkjarbróðir Úlfs. Hann stefnir að því að verða atvinnumaður í íþróttum. brynhildur æfir frjálsar íþróttir og er algjör nagli. Hún er hávær og fyrirferðarmikil. Morati er í 8. bekk og einn efnilegasti hlaupari landsins. Talar svo hratt að enginn skilur hann.

5 Hjálp eða ekki hjálp? Úlfur hjólaði heim af æfingu, dauðþreyttur og annars hugar. Hann var hlaupari, æfði sex sinnum í viku og dreymdi um að verða Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi. Hann tók ekki eftir rauða kallinum og snarhemlaði við gangbrautina. Það munaði engu að hann hjólaði beint út á götu. Umferðin var þung, bíll við bíl. Flestir á leið heim úr vinnu eða skóla. „Help,“ sagði Úlfur skyndilega við sjálfan sig, þungt hugsi, þegar hann leit á bíl sem ók fram hjá. „Help,“ sagði hann aftur og starði á bílinn sem fór yfir á rauðu. Hjartað tók þung aukaslög. Stelpa á hans aldri starði sorgmædd út um bílrúðuna. Hún klessti miða upp að glerinu sem á stóð HELP. Skyndilega var hún rifin niður í sætið.

6

7 Úlfur gleymdi því að hann ætlaði yfir götuna, tók ekki augun af bílnum. Var stelpan að biðja um hjálp? Var verið að ræna henni? Var hún í lífshættu? Hversu gömul var hún? Hvað átti hann að gera? Átti hann að hringja í lögguna? Úlfur stökk upp á hjólið og brunaði af stað. Hann hélt sig töluvert fyrir aftan bílinn til vekja ekki grunsemdir. Óttasleginn. Hann varð að ná númerinu og tók upp símann, skjálfhentur og beindi honum að bílnum. Með aðra hönd á stýri þurfti hann að hjóla á milli gangandi vegfarenda en missti stjórn á hjólinu og flaug á hausinn. Síminn fór í tvennt en Úlfur spratt á fætur, stakk honum í vasann og hjólaði í ofboði á eftir bílnum sem fór sífellt hraðar. Þegar hann nálgaðist þuldi hann upp númerið aftur og aftur: „XL K59, XL K59, XL K59.“ Augnabliki síðar var bíllinn horfinn út í buskann.

8 Úlfur bremsaði. Starði lengi fram fyrir sig. Hvað átti hann að gera? Var stelpan að grínast? Hvað ef henni hafði verið rænt? Hann smellti símanum saman og þá kviknaði ljós. „XL K59, XL K59,“ endurtók hann. Sló síðan inn númerið 112 og beið. Skíthræddur. „Svariði, svariði, svariði,“ tautaði hann stressaður. „Neyðarlínan, hvernig get ég aðstoðað?“ Röddin var yfirveguð. „Er þetta hjá löggunni?“ spurði Úlfur æstur. „Já, hvernig get ég aðstoðað?“ „Það er hérna ... ég var að hjóla og ... flaug á hausinn og síminn fór í tvennt en það var stelpa sem hélt á skilti. En ég gat lagað símann. Þess vegna gat ég hringt. En það var stelpa í bíl sem ... sem ... sem er í lífshættu af því hún hélt á skilti með help. Það stóð help á skiltinu en svo hvarf hún og ... löggan verður ...“

9 „Hvað áttu við að hún hafi horfið? Þú verður að róa þig, vinur.“ „Mér brá svo og ég er skíthræddur og þurr í munninum en það keyrði bíll á götunni með stelpu sem gæti verið í lífshættu.“ „Sástu bílnúmerið?“ „Já, það var LX K59. Örugglega. Ég ætlaði að taka mynd en síminn flaug. Nei, fyrirgefðu XL K59, XL K59.“ „Hinkraðu aðeins,“ sagði maðurinn og pikkaði á lyklaborðið. „Þetta er bílaleigubíll,“ sagði karlmaðurinn, „frá Bílaleigu Akureyrar. Hvað heitir þú?“ „Úlfur.“ „Við finnum út úr þessu og heyrum í fólkinu. Takk fyrir að hringja. Ég er með númerið þitt.“ Úlfur horfði á símann eitt augnablik. Hann vissi ekki hvort hann gæti treyst manninum. Honum fannst hann ekki taka skilaboðin nógu alvarlega og var handviss

10 um að fljótlega yrði lýst eftir eftir ungri stúlku sem hvarf. Eða var rænt. Úlfur brunaði heim með hausinn fullan af alls kyns hugmyndum.

11 Lögguleikur Á ísskápshurðinni hékk skipulag fjölskyldunnar fyrir vikuna. Þar stóð að mamma Úlfs færi beint í saumaklúbb eftir vinnu. Hann ákvað því að hringja í pabba sinn, jafnvel þótt hann væri skipstjóri lengst úti á sjó. Úlfur útskýrði fyrir honum hvað hefði gerst. „Af hverju rannsakar þú ekki málið sjálfur, með vinum þínum?“ sagði skipstjórinn meira í gríni en alvöru. „Þú hefur alltaf elskað lögguleiki, nú færðu tilvalið tækifæri.“ Og svo hló hann. „Pabbi, þetta er ekkert grín. Ég er búinn að hringja í lögguna en mamma er í saumaklúbb og kannski er stelpan í lífshættu. Ég verð að gera eitthvað.“ „Þú ert með bílnúmerið, hringdu í bílaleiguna, eftir hverju ertu að bíða? Sá sem leigir bíl þarf að gefa upp heimilisfang.

12 Hjólaðu svo að húsinu með vinum þínum og njósnaðu. Ég gerði svoleiðis sem gutti. Kíkirinn er í lyklaskápnum. Farðu bara varlega.“ „Ertu brjálaður?“ spurði Úlfur en þetta var ekki í fyrsta skipti sem pabbi hans kom með stórfurðulegar hugmyndir. „Fáðu hlaupahópinn með þér. Þið getið alltaf stungið glæpamennina af. Það hleypur enginn hraðar en Íslandsmeistarinn.“ Skipstjórinn var í stuði og gerði grín að áhyggjum sonar síns. „Ég þarf að rjúka. Þú leyfir mér að fylgjast með. Þessi fiskur veiðir sig ekki sjálfur. Ég ætla að verða Íslandsmeistari á undan þér. Reyni við þúsund tonn í kvöld. Kannski verður það heimsmet.“ Úlfur var ekki hissa á fíflaskap föður síns en honum fannst þetta ganga of langt. Pabbi hans tók sjaldan neitt alvarlega. Ekki einu sinni þegar hann keyrði yfir golfkylfur nágrannans. Þá sagði hann:

13 „Þú varst hvort sem er svo lélegur í golfi.“ Og grenjaði úr hlátri en borgaði samt kylfurnar. Úlfur hringdi í Bílaleigu Akureyrar. Hann var með hnút í maganum en reyndi að róa sig með því að draga djúpt andann. „Já, góðan dag, ég heiti Sigurður,“ sagði Úlfur og reyndi að tala fullorðinslega. „Ég sá að stelpa í bíl frá bílaleigunni missti veskið sitt á götuna þegar hún fór inn í bílinn. Ég fann veskið. Getið þið sagt mér hver er með bílinn á leigu?“ „Hvernig veistu að bíllinn er frá okkur?“ spurði starfsstúlkan. „Ég sá, ég sá ..., sá merkið í glugganum. Bílaleiga Akureyrar.“ „Manstu bílnúmerið?“ spurði stúlkan. „Já, XL K59. Þetta var rauð Toyota, alveg eldrauð.“ „Þessi bíll er skráður á Guðrúnargötu 6 í Reykjavík. Honum verður skilað á

14 morgun. Þú getur komið með veskið til okkar ef þú vilt.“ „Takk fyrir en ég bý í hverfinu og skýst með það sjálfur. Kannski ætlar hún í bíó í kvöld, eða kaupa pítsu eða eitthvað svoleiðis. Þá þarf hún peninginn. Takk,“ sagði Úlfur og var snöggur að skella á. „Guðrúnargata 6,“ sagði hann við sjálfan sig, „það er rétt hjá.“

15 Leynifélagið Úlfur hringdi í Torfa og spurði hvort hann mætti halda fund í bílskúrnum strax eftir kvöldmat. „Já, auðvitað,“ sagði Torfi sem bjó í skúrnum af því hann átti fimm systkini og vildi ekki deila herbergi með öðrum. „Hverjir eiga að mæta á fundinn?“ spurði hann. „Hlaupahópurinn,“ sagði Úlfur, „við þurfum að fara í njósnaleiðangur í kvöld.“ „Hvað nú?“ spurði Torfi og fékk að heyra alla söguna. „Ég er tilbúinn. Sendu krökkunum skilaboð. Þau vilja pottþétt öll mæta nema kannski Morati, hann er of ungur.“ „Við getum ekki bannað honum að koma,“ sagði Úlfur. „Hann er líka langfljótastur að hlaupa.“ „Brynhildur er bara í níunda bekk,“ sagði Torfi sem var greinilega áhyggjufullur. Heldurðu að hún vilji ...?“

16 „Við verðum að halda hópinn, manstu!“ Úlfur greip fram í fyrir vini sínum. „Já, en þetta getur verið hættulegt.“ „Ekki ef við förum varlega. Það er dimmt klukkan átta og við verðum fyrir aftan húsið. Í svörtum fötum og liggjum í leyni.“ „Sendu krökkunum skilaboð,“ sagði Torfi, „mæting eftir 90 mínútur.“ Úlfur var eldsnöggur og gramsaði síðan í skúffunum í leit að dökkum fötum.

17 Hittast hjá Torfa klukkan 20:00. Ekki koma of seint. Mæta í svörtu. Stelpa í lífshættu. Þetta er ekki djók. Bara fyrir hugrakka. Úlfur skrifaði þetta líka á ensku því Amina, sem var nýflutt til Íslands frá Úkraínu, var ekki búin að læra íslensku. Hún var reyndar snögg að pikka upp orð sem skiptu máli. Allir mættu stundvíslega. Úlfur útskýrði hvað hann hefði séð og sagði frá samtalinu við Neyðarlínuna og bílaleiguna. „Þetta er spennandi,“ sagði Brynhildur og gekk fram og aftur. „Ég þarf að kúka,“ sagði Morati, „ég er skíthræddur en ætla samt með ykkur.“ Svo stökk hann á salernið. „Hvaðan er fólkið?“ spurði Amina á ensku. „Veit ekki,“ sagði Úlfur og yppti öxlum. „Ég spurði bílaleiguna bara um heimilisfangið.“

18 „Skiptir ekki máli, drífum okkur,“ sagði Torfi og stóð upp. „Leyfum Morati að klára að kúka,“ sagði Brynhildur. „Ég þarf líka að pissa.“ „Eigum við í alvörunni að fara? Er þetta ekki rugl hjá okkur?“ Úlfur leit á vini sína eftir að hafa sagt þetta. Sjálfstraustið var að molna. „Bíddu, bíddu,“ sagði Torfi, „hver boðaði okkur hingað? Jólasveinninn?“ Enginn svaraði. „Það er komið myrkur, við erum fimm saman og öll fljót að hlaupa. Ef það gerist eitthvað óvænt, flýjum við. Þetta er ekki flókið.“ „Ég er sammála,“ sagði Brynhildur, „stelpan gæti verið fangi, í alvörunni. Það er alls konar ógeð í gangi út um allt.“ „Ég er tilbúinn,“ sagði Morati léttur á sér þegar hann birtist í dyragættinni. Þá stökk Brynhildur inn á salernið.

19 Myrkrið Vinirnir hjóluðu hratt eftir Guðrúnargötu í áttina að Klambratúni. Enginn bíll var fyrir utan hús númer 6 og öll ljós slökkt. Þau skildu hjólin eftir fyrir framan húsið sem var beint fyrir aftan Guðrúnargötu 6. Garðarnir lágu saman. „Læðumst fyrst inn í þennan garð,“ hvíslaði Torfi og leit í kringum sig. Húsið var á þremur hæðum og stigi upp á svalir á 2. hæð. Þegar þau læddust af stað greip Úlfur í Torfa og Morati í Úlf, síðan kom Amina en Brynhildur var síðust. Það var nánast svartamyrkur enda náði götulýsingin ekki inn í bakgarðana. Þau földu sig á milli trjánna. „Hvað gerum við núna?“ spurði Brynhildur. „Við sjáum ekki rassgat.“ „Ég er með vasaljós,“ sagði Úlfur, „við verðum að lýsa inn um gluggana.“

20 Þögn. Enginn gaf sig fram. Úlfur ýtti við Torfa. „Ég skal,“ hvíslaði Brynhildur ákveðin en Torfi greip ljósið, fikraði sig af stað og hvarf inn í myrkrið. Skyndilega kviknaði ljós og hann lýsti inn um glugga. Torfi sá ekkert grunsamlegt, bara venjulegt heimili. Hann lýsti inn um hvern gluggann á fætur öðrum. Fór síðan upp á svalirnar sem voru fyrir utan stofuna. Honum krossbrá og lýsti betur um alla stofuna. Flýtti sér svo til baka. „Stofan er full af þýfi,“ sagði hann æstur. „Þýfi?“ spurði Morati. „Hvernig veistu það?“ „Já, tölvur, símar, sjónvörp, byssur, töskur, alls konar, sem hefur verið stolið. Ekkert smá magn.“ „Í alvörunni?“ sagði Úlfur eins og hann væri stoltur yfir því að hafa stungið upp á þessu. „Ég vissi að þetta væru glæpamenn og þeir rændu örugglega stelpunni.“

21 „Nema þeir noti hana til að stela,“ sagði Torfi. „Kannski er hún best í því. Lítil og nett.“ „Það er drullu sniðugt að nota krakka til að stela,“ sagði Brynhildur. „Litlir krakkar komast næstum því inn um skráargöt.“ Strákarnir skiptust á að þýða allt fyrir Aminu en þá spurði hún: „Eigum við ekki að hringja í lögguna?“ „Hvað eigum við að segja?“ spurði Torfi. „Að við séum að stelast inn í garða hjá fólki og lýsa inn um glugga? Við erum örugglega að brjóta lög. Og við höfum ekki hugmynd um hvort þessu hefur verið stolið eða hvort fólkið hafi keypt þetta á flóamarkaði. Kannski er þetta allt gamalt drasl.“ „Var enginn gluggi opinn?“ Morati leit á Torfa um leið og hann spurði. „Ég tók ekki eftir því. Af hverju?“ „Ég gæti komist inn.“

22 Torfi sagði ekkert. Ekki Úlfur heldur. „Ég gæti líka skriðið inn um glugga,“ sagði Brynhildur. „Við getum öll farið inn í garðinn af því það er enginn heima. Myrkrið er svo svart.“ Þau fikruðu sig varfærnislega á milli trjánna og að húsinu. Síðan upp á svalir. Torfi lýsti inn. Þýfið blasti við. Lítill gluggi var ólæstur. Morati teygði sig upp. „Til hvers að fara inn?“ spurði Úlfur með hjartað á fullu. Lófar hans voru sveittir. „Ég hef bara áhyggjur af stelpunni og hún er örugglega ekki þarna í myrkrinu. Og bíllinn er ekki heima.“ „Ef það er enginn heima er þá ekki allt í lagi að skríða inn?“ sagði Morati og gretti sig. „Það er spennandi að fara inn um glugga og njósna. Ég hef séð það í bíómyndum.“ „En ef einhver kemur?“ spurði Amina. „Þá hlaupum við,“ sagði Torfi. „Við erum best í því.“

23

24 „En ef Morati lokast inni,“ hélt Amina áfram. „Ekki viljum við láta ræna honum.“ „Þá stekkur hann út og stingur alla af,“ sagði Torfi, „heimsmeistarinn í hundrað myndi ekki ná honum og ...“ Áður en Torfi gat lokið við setninguna hafði Morati beðið Úlf um að lyfta sér. Hann stakk hausnum inn um þröngan gluggann og Úlfur ýtti síðan undir iljarnar. Morati var kattliðugur og fór í hálfgerðum kollhnís inn um gluggann. Leit síðan á krakkana í gegnum glerið og brosti eins og sigurvegari. „Til hvers var hann að fara inn?“ spurði Amina, „ætluðum við ekki bara að reyna að bjarga einhverri stelpu? Þetta er vitleysa.“ „Hún gæti verið bundin í myrkrinu,“ sagði Úlfur en hann fann til ábyrgðar. Torfi leit á Úlf og hann leit á Brynhildi. Þau vissu að hún hafði rétt fyrir sér.

25 Morati var yngstur en hann var svo ákveðinn í að fara inn um gluggann að enginn mótmælti. „Þetta er rétt,“ sagði Torfi, „hann gerir ekkert gagn þarna inni.“ „Kannski eru fangar læstir þarna inni, ekki bara stelpan,“ sagði Úlfur sem var kominn með mikinn móral yfir því að hafa platað vini sína í njósnaleiðangurinn. „Kannski bjargar hann einhverjum.“ Torfi hoppaði upp í opna gluggann, lyfti sér upp og sagði Morati að koma út. „Eftir smá stund,“ sagði Morati og hvarf úr stofunni. „Hann er farinn,“ sagði Amina, „hann gæti verið í lífshættu. Við erum klikkuð.“ Torfi bankaði fast í glerið en þá glumdi í garðinum þannig að hann hætti. Hann vildi ekki að allir í hverfinu myndu rjúka út í glugga.

26 Dauðaþögn ríkti um stund og Úlfur var með hjartað í buxunum. Hann var viss um að vinir hans heyrðu hjartsláttinn. Annað slagið sást snöggt, flöktandi ljós frá vasaljósinu. Morati fór hratt um húsið.

27 Skelfing Skyndilega kviknaði ljós í forstofunni. Krakkarnir hrukku í kút og ruku inn í myrkrið, inn á milli trjánna. Í látunum brotnuðu nokkrar greinar. Fólkið hlaut að hafa heyrt lætin. Torfi og Brynhildur lögðust á jörðina og héldu niðri í sér andanum. Amina og Úlfur hlupu út á Bollagötu og Úlfur greip í hjólið sitt. Þau litu þegjandi hvort á annað. Hann langaði að hjóla heim en gat ekki skilið vini sína eftir. Hann dauðsá eftir því að hafa anað út í þessa vitleysu. Af hverju var hann að skipta sér af því þótt einhver stelpa héldi á skilti í ókunnugum bíl? Hefði hann hringt í Neyðarlínuna ef þetta hefði verið fullorðinn karlmaður? Úlfi fannst hann vera asni. Svaladyrnar opnuðust og stór mannvera birtist, eiginlega risi. Hann sussaði á þá sem voru inni í stofu. Torfi vissi ekki hvort

28 „sussssið“ var á íslensku eða útlensku. Risinn stóð í dágóða stund og rýndi út í myrkið. Þegar ljós kviknaði í stofunni sást þessi stóri, þrekni maður betur. Tveir aðrir menn, kona og telpa héldu á nokkrum plastkössum inn í stofu. Svaladyrnar voru enn opnar. Kvöldkyrrðin bar öll hljóð auðveldlega manna á milli. Amina og Úlfur fikruðu sig aftur til vina sinna, skríðandi. Fleiri ljós kviknuðu. Hvað varð um Morati? Hafði honum tekist að fela sig á góðum stað eða jafnvel sloppið út að framanverðu? Var hann í lífshættu? Konan galopnaði svaladyrnar og bar út nokkra kassa. „Hvaða tungumál er þetta?“ hvíslaði Torfi og leit á Aminu. Hún yppti öxlum. „Ég veit það ekki.“ Skyndilega hringdi sími í stofunni. Úlfur fraus og gæsahúð spratt fram. Hann þekkti hringitóninn í síma Morati. Fólkið leit hvert á annað, síðan í kringum sig og eftir

29 augnablik reif risinn sófann frá veggnum. Morati spratt á fætur og ætlaði að stinga af en maðurinn náði taki á honum og slengdi honum í vegginn. Tók hann síðan kverkataki og þrumaði yfir honum. „No speak, no speak English,“ sagði Morati sem bjóst við hinu versta. Umhugsunarlaust spratt Brynhildur af stað, hljóp inn í garðinn, upp tröppurnar, inn í stofu og stökk á manninn. Hékk á bakinu á honum og tók hann hálstaki. Morati losnaði en þorði ekki að hreyfa sig. Hinn maðurinn reif Brynhildi af tröllinu og fleygði henni í sófann. „Hvur andskotinn er í gangi? Hvað eruð þið að væflast heima hjá okkur?“ Það hvarflaði ekki að Brynhildi að maðurinn væri íslenskur. Konan slökkti ljósið í stofunni hið snarasta svo að lætin vektu ekki grunsemdir meðal nágrannanna. Morati horfði á dyrnar og velti fyrir sér hvort hann gæti stungið af. En þá yrði

30 Brynhildur eftir. Nema hún stykki líka af stað. Þessi hugsun náði ekki lengra því risinn tók upp byssu. „Ef þið hreyfið ykkur munuð þið aldrei hreyfa ykkur aftur, aldrei, af því þið eruð dauð,“ sagði hann á bjagaðri ensku. „Þið skiljið, ha?“

31 „Ég myndi hlýða ef ég væri þið,“ sagði konan á íslensku. „Þessi gaur er klikkaður. Hann er svo heimskur að hann þekkir ekki muninn á banana og hamri. Ég myndi snarhalda kjafti og sitja kyrr.“ Að svo mæltu rauk hún út á svalir og niður í garð. Þar rýndi hún í allar áttir eins og hún væri að leita að fleirum. „Eru fleiri með ykkur?“ spurði hinn maðurinn á íslensku. Hann var lágvaxinn og sköllóttur. Morati og Brynhildur héldu að hann væri útlenskur. Þau litu hvort á annað og svöruðu samtímis. Hann sagði JÁ en hún NEI. „Þetta er fáránlegur misskilningur,“ sagði Brynhildur og bliknaði ekki þegar hún laug. „Okkur var sagt að nýi bekkjarbróðir okkar byggi í þessu húsi og við ætluðum að hrekkja hann. Þannig vígjum við nýja krakka inn í bekkinn. Er þetta ekki Guðrúnargata 8?“

32 Konan leit á risann og útskýrði fyrir honum hvað Brynhildur hafði sagt. Hann hristi hausinn. „Þetta er hreint og klárt innbrot,“ sagði sá sköllótti. „Hringið bara á lögguna,“ sagði Brynhildur, „þá kemur sannleikurinn í ljós. Þetta er fáránlegur misskilningur.“ Fólkið starði á Morati og Brynhildi en vinir þeirra fylgdust stjarfir með úr garðinum. Þeir gátu sig hvergi hreyft og bjuggust við hinu versta. Úlfur hvíslaði einhverju að Torfa og læddist síðan yfir í næsta garð og þaðan yfir í annan þar til hann var kominn að Guðrúnargötu. Hann fikraði sig að rauðu Toyotunni sem var ólæst eins og hann hafði vonast eftir. Hann stillti símann sinn á „flight mode“ og faldi hann undir bílstjórasætinu. Svo flýtti hann sér til baka en á sama augnabliki gekk Torfi inn í stofuna.

33 Flóttinn Úlfur skreið til Aminu, furðu lostinn yfir því að Torfi skyldi hafa farið inn í húsið. Hvað ætlaði hann að gera? Snúa risann niður og fljúga út um gluggann með Morati og Brynhildi í fanginu? Hann var enginn Superman, þótt hann væri sprettharður. Konan lokaði svaladyrunum og aðeins dauft ljós frá ganginum lýsti inn í stofuna. Þar mótaði fyrir nokkrum mannverum sem voru í sífelldri hreyfingu. „Verðum við ekki að hringja á lögguna?“ spurði Amina og greip í Úlf sem var með hjartað í buxunum. „Ég veit það ekki,“ svaraði hann hikandi. „Hvað ef fólkið á heima þarna og hefur bara verið að kaupa allt þetta dót?“ „En stelpan í bílnum?“ spurði Amina. „Hvar er hún?“

34 „Kannski læst niðri í kjallara. Eða í bílskúrnum og ...“ Úlfur þagnaði en bætti svo við: „Ég er algjör hálfviti.“ „Eigum við líka að fara inn?“ „Nei,“ svaraði Úlfur ákveðinn. „Ég treysti ekki fólkinu.“ Hann hafði varla sleppt orðinu þegar bílflaut heyrðist hinum megin við húsið. Fólkið í stofunni hreyfði sig hratt og risinn virtist rífa í Morati og Torfa. Sá sköllótti greip í Brynhildi og síðan voru þau dregin út. Úlfur rauk á fætur og þau hlupu að húsinu og kíktu laumulega fyrir hornið. Risinn dró Morati og Brynhildi inn í aftursæti á jeppa sem var í gangi fyrir utan húsið en konan, sá sköllótti og stelpa settust inn í rauðu Toyotuna. „Komdu,“ sagði Úlfur og dró Aminu frá húsinu. „Lánaðu mér símann þinn,“ sagði hann þegar þau hlaupu að hjólunum. „Þú hjólar niður á lögreglustöð en ég elti

35 bílinn.“ „Ég?“ sagði Amina móð og másandi, mest af ótta. „Hvað á ég að segja?“ „Allt sem þú ert búin að sjá. Bara allt.“ „Úlfur tók við síma Aminu og leitaði að Find my iPhone appinu. Síðan sló hann inn símanúmerið sitt og samstundis birtist rauður depill á skjánum. „Það er bara 7% eftir af batteríinu,“ sagði Amina og reisti hjólið sitt upp. „Sjitt,“ sagði Úlfur en settist á hjólið. „Það verður að duga. Ég elti bílinn og þú ferð til löggunnar. Löggustöðin er á Hlemmi við endann á götunni til vinstri. Drífðu þig. Láttu þá svo hringja í númerið þitt svo þeir viti hvar við erum.“ Að svo mæltu brunaði Úlfur af stað. Amina stóð eftir með tárin í augunum. Ein og yfirgefin og ráðþrota. Hún hafði aldrei á ævinni talað við lögregluna og hafði ekki hugmynd um hvað hún ætti að

36 segja. Hún hafði engan áhuga á því að blandast inn í eitthvað glæpsamlegt eða vera í lífshættu. Hún vildi bara lifa eðlilegu og einföldu lífi á Íslandi. Hún hjólaði eftir Rauðarárstíg í áttina að Lögreglustöðinni. Hana langaði ekki að flýta sér, heldur öskra: STOPP-LEIKUR og spóla til baka. Af hverju var hún ekki bara heima að borða popp og horfa á fyndna bíómynd? Hvernig átti hún að losna við hnútinn í maganum? Hún gæti örugglega ekki talað við lögguna án þess að fara að gráta. Og hvað átti hún að segja? Löggan myndi örugglega setja hjólið í skottið og skutla henni heim.

37 Eltingaleikur Hendur Úlfs skulfu þegar hann hjólaði á eftir bílunum. Hann vissi vel að hann var ekki hugrakkur að eðlisfari og heldur ekki leiðtogi. Samt vildi hann að vera hetja. Hann varð einfaldlega að bjarga vinum sínum. Þess vegna steig hann fast á pedalana og fór hraðar og hraðar. En bílarnir voru fljótir að stinga hann af. Þá hægði hann á sér og stoppaði til að hvíla sig og reyna að hugsa rökrétt. Hann leit á símann. Rauði depillinn blikkaði og fjarlægðist hratt. Úlfur gat ekki betur séð en að bíllinn væri á leið niður að bryggju við Sundahöfn. Eingöngu 5% eftir af hleðslunni. En hann gat ekki sparað það og heldur ekki hlaðið símann. Úlfur hjólaði aftur af stað. Hann reyndi að anda djúpt til að halda ró sinni svo hann gæti tekið skynsamlegar ákvarðanir. Jafnvel þótt það væri erfitt undir þessum

38 kringumstæðum. Hann vonaðist til að Amina hefði farið beinustu leið niður á lögreglustöð og bjóst því við símtali á hverri stundu. En ef batteríið kláraðist næði löggan ekki sambandi og gæti heldur ekki séð hvar síminn væri. Úlfur hjólaði austur eftir Laugavegi, beygði síðan í átt að Laugardalslaug. Þaðan elti hann ljósið niður að Sundahöfn. Þá fyrst varð hann verulega skelkaður. Voru þetta raunverulegir mannræningjar sem ætluðu að flytja vini hans úr landi? Slíkt gerist ekki á Íslandi, eða hvað? Eða voru þetta kannski bara þjófar? Hvernig geta Íslendingar tekið þátt í því að ræna unglingum? Og flytja þá úr landi. Hvað er gert við krakka sem er rænt? Eru þeir sendir í þrælavinnu, fórnarlömb kynferðisglæpa eða átti að selja úr þeim líffærin? Alls kyns hugsanir sóttu á Úlf og hann sá alls konar viðbjóð fyrir sér.

39 Hann gaf í og hallaði sér fram á stýrið til að komast hraðar. Rauði depillinn hreyfðist ekki lengur. Voru þau komin að endastöð, á gámasvæðið niðri á bryggju? Í Sundahöfn rak hann augun í stór skilti sem á stóð að allur aðgangur væri stranglega bannaður. Hann hjólaði engu að síður á milli gámanna. Líklega væri best ef gæslumenn á svæðinu myndu sjá hann og elta. Þá gæti hann sagt þeim alla söguna. Depillinn var mun nær bryggjunni og sjónum. Úlfur hjólaði sífellt lengra. Batteríið sýndi 2%. Það mátti alls ekki slökkna á símanum. Þegar hann var kominn út á bryggju og depillinn virtist enn um tuttugu metra í burtu birtist risastór lyftari sem var að færa til gáma svo hægt væri að hífa þá um borð. Úlfur hjólaði svo snöggt í veg fyrir lyftarann að sá sem sat undir stýri varð að snarhemla. Úlfur stökk af hjólinu og klifraði upp stigann til að geta rætt við lyftaragaurinn.

40 „Hvar er þessi rauði depill?“ spurði Úlfur æstur og sýndi honum símann. „Er hann kominn inn í einhvern gám?“ „Nó engliss, sorrí,“ sagði starfsmaðurinn og yppti öxlum. „Jú möst gó. Deinger. Gó, gó.“ Úlfur mundi eftir því að rétt áður en hann hjólaði inn á svæðið höfðu nokkrir gámar verið hífðir um borð í skipið. Inn í einum þeirra hlaut rauða Toyotan að vera. Og líklega jeppinn. Það átti áreiðanlega að flytja allt þýfið úr landi; bílana, aðra bíla, byssur, tölvur og svipað dót og var í húsinu. Já, og krakkana. Kannski var þýfi í öllum gámunum. Úlfur ætlaði að nota síðasta eina prósentið til að hringja í lögregluna en um leið og hann ýtti á 112 dó síminn. Hann neitaði að trúa sínum eigin augum. Hvað nú? Af hverju var löggan ekki sjálf búin að hringja í hann fyrir löngu? Ætli Amina hafi ekki þorað að fara inn á lögreglustöðina?

41 Lyftarinn hvarf á milli gámanna og sást ekki aftur. Næstum dauðaþögn ríkti á bryggjunni. Smá ískur heyrðist frá skipinu, mannamál í fjarska og nokkrir gargandi mávar. Tunglið var að hverfa niður fyrir Esjuna. Allt í einu skaust maður út úr myrkrinu og leysti landfestar skipsins. Henti köðlunum í sjóinn, fyrst að framanverðu svo aftanverðu. Skipið var að leggja úr höfn, í skjóli nætur. Úlfur leit skelfingu lostinn í kringum sig. Hvar eru allir? Eru engir næturverðir á þessu svæði? Geta menn bara fyllt skip af bílum og stolnu dóti og siglt í burtu þegar þeim hentar? Hann sleppti hjólinu og hljóp að skipinu. Torfi, Morati og Brynhildur hlutu að vera í bílunum sem hafði örugglega verið ekið inn í gámana og svo hífðir um borð. Skipið bar útlenskt nafn. Úlfur gat ekki borið það fram. Hvar var pabbi hans núna og mamma? Hvernig gat hann allt í einu,

42 á venjulegu kvöldi, lent í þessum ömurlegu aðstæðum? Hann vissi að hann gæti ekki bjargað vinum sínum úr skipinu en hann varð að komast um borð. Þau fjögur væru líklegri til að sleppa frekar en hin þrjú saman. Eða hvað? Úlfur hljóp að enda bryggjunnar og gat nánast teygt sig í skipið. En það fjarlægðist ofurhægt. Kaðallinn að framan hékk enn þá upp við skipið en færðist sífellt ofar, sjálfvirkt. Án þess að hugsa sig um, hljóp Úlfur aðeins til baka til að ná góðu tilhlaupi og spretti síðan úr spori. Öskrandi. Hann hugsaði ekkert. Vissi ekki hvað hann var að gera. Hann sá pabba sinn hlæjandi fyrir sér og vini sína berjast fyrir lífi sínu í bílnum. Hann flaug fram af bryggjunni og náði taki á kaðlinum. Það var kraftaverk. Kaðallinn dróst sífellt hærra. Úlfur klemmdi fæturna utan um kaðalinn sem var of sleipur svo hann náði ekki nógu góðu taki. Og kaðallinn fór allt of hægt

43

44 upp. Úlfur var ekki nógu handsterkur, þótt hann væri fljótur að hlaupa. Hægt og rólega rann kaðallinn úr greipum Úlfs. Hann hrapaði og minnstu munaði að hann félli í yfirlið. Síðan skall hann í ísköldum sjónum og fór á bólakaf.

45 Engin spor Amina hjólaði frá Guðrúnargötu, hikandi. Hún stoppaði nokkrum sinnum til að hugsa sinn gang og telja í sig kjark. Og svo stóð hún í smástund fyrir utan stöðina áður en hún opnaði dyrnar. Sporin voru þung. Ung lögreglukona tók hlýlega á móti Aminu og þá brast hún í grát. Hún hafði aldrei átt samskipti við lögregluna áður og heldur ekki lent í svona alvarlegri atburðarás. Amina óttaðist um líf vina sinna en var líka hikandi að tala við lögguna. „Ég veit ekkert hvert fólkið fór eða hvort Úlfur náði að elta,“ sagði Amina kjökrandi. „Hann tók símann minn til að geta fundið símann sinn af því að ...“ ,Lögreglukonan greip fram í fyrir henni; „Hvaða númer ertu með?“ Hún sló inn númerið en það kom strax í ljós að síminn var dauður.

46 „Værirðu til í að sýna okkur hvar þetta hús er á Guðrúnargötu?“ spurði lögreglan. „Kannski finnum við einhverjar vísbendingar þar.“ Tvær lögreglukonur settust inn í bílinn, ásamt Aminu. Á leiðinni hringdi önnur þeirra og óskaði eftir því að allir lögreglubílar á höfuðborgarsvæðinu svipuðust um eftir grunsamlegum jeppa og rauðri Toyotu. Það eina sem Amina mundi var að númerið byrjaði á XL og endaði á 9. Hún mundi ekki hvernig jeppinn var á litinn.

47 Lögreglan þurfti ekki að staldra lengi við á Guðrúnargötu til að átta sig á því að flest þar vakti grunsemdir um saknæmt athæfi. Konurnar sögðu ekkert en kíktu inn í öll herbergi. Sögðust kannast við eitt og annað sem lýst hefði verið eftir. „Hvað gerum við núna?“ spurði Amina þegar þær voru sestar aftur inn í bílinn. „Við förum í bíltúr,“ sagði sú sem sat undir stýri. „Það er það eina sem við getum gert. Við kíkjum á nokkra staði sem koma til greina.“ „Ég man núna,“ sagði Amina skyndilega og hallaði sér fram eins og til að leggja áherslu á orðin. „Úlfur sagði að Bílaleiga Akureyrar ætti bílinn.“ „Það ætti að auðvelda okkur leitina,“ sagði bílstjórinn og bað samstarfskonu sína að hringja niður á stöð og afla frekari upplýsinga.

48 Ískaldur sjór Úlfur var lengi í kafi og áttaði sig ekki strax á því hvað sneri upp eða niður. Eitt augnablik gleymdi hann því hvar hann var og hvað hafði gerst. Líklega missti hann meðvitund í smástund. Hann sá alls konar myndir eins og hann væri að upplifa gamla atburði úr æsku. Hann sá sjálfan sig á þríhjóli fyrir framan bílskúrinn heima, skellihlæjandi. Hann sá pabba sinn snúast með sig í fanginu í kringum jólatréð. Og hann sá sig dýfa mjólkurkexi ofan í heitt súkkulaði með vinum sínum. En svo var hann að drukkna. Það var raunveruleikinn sem hann var að takast á við akkúrat núna. Líf eða dauði. Súrefni, súrefni, súrefni. Annars myndi hann ... Þegar höfuðið poppaði upp úr sjónum hóstaði hann og kúgaðist og ældi að lokum. Synti svo að bryggjunni á hálfgerðu hundasundi. Skipið silaðist í burtu

49 og enginn kastaði björgunarhring niður til Úlfs af því enginn sá hvað gerðist. Hann greip í járnstiga á bryggjunni og byrjaði að toga sig upp. Skrokkurinn var eins og þúsund tonn. Hann hallaði höfðinu að stiganum og andaði nokkrum sinnum djúpt. Hann vissi ekki hvort honum var kalt eða heitt. Það skipti engu máli. Vinir hans voru honum efst í huga. Voru Brynhildur, Torfi og Morati virkilega læst inni í gámi á leið til útlanda? Eða var verið að blekkja alla? Það tók hann nokkrar mínútur að fikra sig upp á bryggjuna. Þaðan fylgdist hann með skipinu sigla á brott. Alls kyns hugsanir þvældust um í höfðinu á Úlfi. Voru þetta mannræningjar eða þjófar? Kannski hvoru tveggja. Atvinnumenn kunna að fela slóð og villa um fyrir fólki. Líklega hélt stelpan á HELP miðanum til að fá Úlf til að elta bílinn og finna húsið, liggja í leyni og svo elta? Eða var um eintómar tilviljanir að ræða?

50 Úlfur ætlaði að hlaupa en fæturnir hlýddu ekki. Hann gekk hratt í gegnum gámasvæðið og þráði að hitta heiðarlegt fólk sem kæmi honum til bjargar. Honum varð að ósk sinni því hávaxinn maður í appelsínugulum vinnugalla birtist á rafmagnshjóli. „Ert þú ekki að villast, ungi maður?“ „Hvert var þetta skip að fara?“ spurði Úlfur æstur og fór næstum að gráta. „Til Þýskalands, frekar en Spánar. Ég er ekki með allar brottfarir á hreinu,“ sagði maðurinn og benti síðan á skiltið. „Ertu ólæs, sástu ekki skiltið?“ „Ég var að elta menn á tveimur bílum sem rændu vinum mínum og síminn minn var í öðrum bílnum og bíllinn er í gámnum sem er í þessu skipi sem er að sigla í burtu.“ Úlfur var óðamála og benti út á sjó. „Það er verið að ræna vinum mínum. Þú verður að hringja í lögguna.“

51 Ótrúlegt en satt þá trúði vörðurinn Úlfi og tók upp símann. Hann reyndi að endurtaka það sem Úlfur hafði sagt en sagði að það væri langbest að löggan kæmi sem fyrst. Það liðu ekki nema þrjár mínútur þar til lögreglubíllinn renndi inn í Sundahöfn. Og í honum sat Amina. Hún stökk út úr bílnum og hljóp grátandi í fangið á Úlfi.

52 Farið heim Úlfur og Amina sátu þögul á lögreglustöðinni. Vissu ekki hvert þau áttu að horfa. Hann nagaði neglurnar og neitaði að fara heim. Amina hafði hringt í foreldra sína og sagt að þau þyrftu ekki að hafa áhyggjur og Úlfur hafði hringt í mömmu sína. Hún fékk hálfgert áfall en eftir að hafa talað við lögregluna andaði hún léttar. Samt sagðist hún ætla að sækja son sinn. Úlfur harðneitaði. „Ég verð hér, mamma,“ sagði hann ákveðinn. Mömmu hans brá af því sonur hennar hafði aldrei fyrr notað þennan tón. „Ég myndi brjálast ef ég þyrfti að bíða heima eftir fréttum. Þau eru í lífshættu, mamma. Lífshættu!“ Hún róaðist og sagðist bíða hans heima. Úlfur stóð upp, leit út um gluggann, gekk um gólf og settist. Hann vildi halda áfram að leita að vinum sínum. „Hvað næst?“

53 spurði hann lögguna. „Við getum ekki bara hangið hér.“ „Skipinu hefur verið snúið við og eftir hálftíma munum við leita í því. Þá kemur í ljós hvort bílarnir eru í gámnum og síminn þinn. Og kannski eitthvað meira sem á ekki að vera þar. Við höfum enga trú á því að vinir þínir séu um borð í skipinu. En við útilokum ekkert.“ „Ég er ekki að fara heim,“ sagði Úlfur ákveðinn. Hann var í baráttuham þótt hann skylfi af kulda og spenningi. „Ekki ég heldur,“ sagði Amina og leit á lögguna. Lögreglukonan svaraði engu. Auðvitað gerðu þau sér grein fyrir því að þau gætu ekki hangið með löggunni allt kvöldið. Þetta mál var dauðans alvara og yrði leyst af fagfólki. Skyndilega birtist alvörugefinn maður í dyragættinni. Hann virti krakkana fyrir sér, leit síðan á lögreglukonurnar, gekk svo

54 nær. „Þið verðið keyrð heim núna,“ sagði hann hvasst. „Við tökum enga áhættu. Takk fyrir ykkar framlag. Við vitum ekki hverjir þetta eru og ...“ „Nei,“ sagði Úlfur og kom sjálfum sér á óvart. Hann stóð upp: „Afsakið,“ sagði hann svo og settist. Hann skammaðist sín. Yfirmaðurinn leit ákveðinn á hann og það dugði. „Við megum engan tíma missa.“ Úlfur og Amina stóðu á fætur og þeim var fylgt út í lögreglubíl. „Við búum næstum því hlið við hlið, rétt hjá MH,“ sagði Úlfur. „Bara hinum megin.“ Hann reyndi að fela það að hann væri pirraður, þreyttur og sorgmæddur. Innst inni fann hann samt fyrir von. Innsæið hvíslaði að honum en þegar hann var ekki í góðu jafnvægi vissi hann ekki hverju hann átti að trúa. Amina og Úlfur hvísluðust á í lögreglubílnum og Amina kinkaði kolli. „Þið getið sótt hjólin ykkar á morgun,“ sagði lög-

55 reglukonan sem hafði verið svo blíð við þau allan tímann. Bíllinn nam staðar fyrir framan MH og krakkarnir stigu út. Þau þökkuðu fyrir sig. Mamma Úlfs var ekki komin heim. Honum þótti freistandi að hringja í pabba sinn og segja honum hvað hafði gerst en treysti sér ekki til þess. Hann óttaðist að fara að gráta þegar hann segði að vinum sínum hefði verið rænt. Þess vegna skellti hann sér frekar í eldsnögga, funheita sturtu, hugsaði ráð sitt og beið síðan eftir Aminu. Þau ætluðu ekki að hanga heima og telja á sér

56 tærnar. Klukkan var ekki orðin tíu og þau söknuðu vina sinna. Leyndarmál ið í rusl inu Úlfur skokkaði til Aminu, sem var líka ein heima. Þau stukku á næstu rafskutlu og brunuðu beinustu leið að Guðrúnargötu. Amina hafði kippt með sér litlu öflugu vasaljósi og vasahníf. Til öryggis. Enginn bíll var fyrir utan húsið og öll ljós slökkt. Sama myrkrið, sama dulúðin, engin hreyfing, ekkert hljóð. Það mætti halda að öllum nágrönnum hefði verið byrlað eitur því enginn forvitinn haus var úti í glugga. Krakkarnir læddust í kringum húsið. Ekkert lífsmark, hvorki köttur að prumpa né rotta að naga rusl. Amina klifraði upp á ruslatunnu til að geta lýst inn í bílskúrinn. „Það er rauður bíll þarna inni,“ sagði hún og leit á Úlf. „Prófaðu hurðina.“ Hún var ólæst. Hann leit steinhissa á

57 Aminu sem hoppaði ofan af tunnunni. Þau læddust inn í skúrinn, lýstu á númeraplötuna. „Þetta er bíllinn sem ég var að elta,“ sagði Úlfur undrandi. „Komu þau aftur hingað? Hvað er í gangi? Þau hafa greinilega vitað hvað gæti gerst og verið búin að plana flótta.“ Hann lagði lófann á húddið. „Vélin er ennþá volg.“ Ekkert í bílnum var grunsamlegt. Engin vopn, engar vísbendingar og bílskúrinn var venjulegur. „Við þurfum að komast inn í húsið,“ sagði Amina. „Við höfum gert það áður,“ sagði Úlfur kokhraustur. Og það reyndist þeim auðvelt. Í látunum fyrir rúmum klukkutíma hafði gleymst að læsa útidyrunum. Amina kveikti á vasaljósinu. Úlfur hélt í hana. Þau fikruðu sig áfram, skref fyrir skref. Litu inn í hvert einasta herbergi. Víða lá dót sem passaði ekki við herbergin og þau voru viss um að þetta væri þýfi. Rúmin og rúmfötin gáfu til kynna að fjórir eða sex

58 virtust gista þarna reglulega. „Hjartað er að springa,“ hvíslaði Úlfur, „og ég er kominn með hausverk.“ „Drífum okkur út,“ svaraði Amina. „Ég get ekki meira. Kannski er fólkið að leggja fyrir okkur gildru? „Kíkjum í ruslið,“ sagði Úlfur, „það er oft gert í bíómyndum.“ Ruslafatan í eldhúsinu var tóm en ruslatunnan við bílskúrinn troðfull. Úlfur tók efsta pokann sem var merktur Bónus, skar gat á hann og hvolfdi úr honum. Alls kyns matarafgangar komu í ljós, niðursuðudósir, kaffibaunir, smokkar, tómir kexpakkar, flöskur, flögur og fleira. Amina hrökk í kút þegar síminn hennar pípti: Sími Úlfs fannst uppi á gámnum. Ekkert annað grunsamlegt! Kv. Sara lögga Hún las þetta upphátt fyrir Úlf. „Þetta er frá löggunni.“

59 „Uppi á gámnum?“ sagði Úlfur eins og hann væri að hugsa upphátt og reyna að átta sig á því hvers vegna símanum hefði verið kastað þangað. „Þetta er þá úthugsað hjá þeim. Þeir vildu að við héldum að krakkarnir væru í skipinu. Djöfull eru þeir klókir. Helvítis! Andskotans! Þegar þau voru að gefast upp á að gramsa í ruslinu tók Úlfur upp hvítt krumpað blað. 8 kids í flug, skipið 21:30 – 3000 dollarar f verðina –

60 flugvél 23:30 – kaupa klóróform – lending í Tekkó um 05 – skipta 50/50. Úlfur las þetta aftur, hægt og rólega. Upphátt. „Hvað er klóróform?“ spurði hann. „Það er til að svæfa fólk. Og dýr,“ sagði Amina. „Þetta er vökvi sem er settur í tusku og svo framan í fólk sem á að svæfa.“ „Taktu mynd af blaðinu og sendu á lögguna,“ sagði Úlfur. „Segðu henni að við ætlum niður á flugvöll.“ „Til Keflavíkur?“ spurði Amina. „Ha? Nei. Örugglega ekki,“ sagði Úlfur. „Byrjum á Reykjavíkurflugvelli. Hann er þarna,“ bætti hann við og benti út í loftið. „Hinum megin við hornið.“ Þegar Amina hafði sent skilaboðin hlupu þau upp á Snorrabraut og fundu þar rafmagnshlaupahjól. Leiðin lá niður á Reykjavíkurflugvöll sem blasti við þeim.

61 Þögn og myrkur „Síminn er dauður,“ sagði Amina sem hélt fast utan um Úlf. Hún náði þó að kíkja á símann. „Andskotans,“ bætti hún við, „helvítis!“ „Þú náðir samt að senda löggunni skilaboðin og myndina,“ sagði Úlfur. „Er það ekki?“ „Já, pottþétt, held ég,“ svaraði hún með semingi. „Ég horfði ekki á skilaboðin fara en það hlýtur að vera. Við vorum að flýta okkur og stressuð. Við ættum kannski fyrst að fara á lögreglustöðina.“ „Glætan,“ sagði Úlfur. „Löggan sendir okkur beint heim að sofa.“ Þau brunuðu hratt fram hjá spítalanum sem var í byggingu, Umferðarmiðstöðinni og N1. Allt í einu efaðist Úlfur um að þau væru á réttri leið.

62 „Eru ekki allar einkaþotur hinum megin á flugvellinum? Mannræningjar fara ekki með krakka í áætlunarflugi. Mig minnir að ...“ „Ég veit það ekki,“ svaraði Amina. „Klárum þetta fyrst,“ sagði Úlfur og gaf í. „Við erum ekki nema fimm mínútur að fara á hinn staðinn.“ Amina kinkaði kolli. Þau hjóluðu hægt um flugvallarsvæðið, fyrir framan afgreiðsluna, fram hjá girðingunni en sáu ekkert grunsamlegt.

63 Engin einkaflugvél á svæðinu, öll ljós slökkt, engar mannaferðir. „Það er ekkert í gangi hér,“ sagði Amina. „Förum yfir. Hvert augnablik skiptir máli.“ Þau stigu á hjólið, þögul og kvíðafull. Úlfur gerði sér grein fyrir því að líklega væru vinir hans í raunverulegri lífshættu.

64 Hann var fúll út í sjálfan sig fyrir að hafa elt þennan fjandans bíl, fyrir að hafa tekið þetta HJÁLP skilti alvarlega. Hann hafði gengið í gildru og það var verulega pirrandi. Hann langaði að öskra en hélt aftur af sér. Hann vildi vera sterkur af því Amina var með honum. Ef pabbi hans og mamma væru nálægt hefði hann örugglega flogið í fangið á þeim og grátið. En hann langaði að vera hetja og bjarga vinum sínum. Og innst inni hélt hann að þau gætu gert það tvö ein. Hann og Amina. Samt vissi hann betur. Hann hafði komið sér í þessar aðstæður og gat ekki bara sagt stopp-leikur. Það sem var framundan var örugglega dauðans alvara. Það tók þau fimm mínútur að komast að flugvellinum austan megin, fyrir aftan Icelandair Natura hótelið. Þar voru tvær einkaþotur kyrfilega bundnar fastar og ekkert fararsnið á þeim. Úlfur og Amina hjóluðu nokkrar hringi á bílastæðinu, löturhægt, og litu í kringum sig.

65 „Það er heldur ekkert að gerast hér,“ sagði Amina. „Hvað er klukkan?“ „Ég veit það ekki, örugglega að verða ellefu,“ sagði Úlfur. „Stóð ekki 23:30 á blaðinu?“ „Jú,“ sagði Amina, „en kannski lendir einhver flugvél á þeim tíma.“ „Það liggur eitthvað grunsamlegt í loftinu,“ sagði Úlfur, „finnurðu það ekki?“ „Nei.“ „Það er eitthvað?“ endurtók hann og stöðvaði hjólið. „Ég sé það bara ekki.“ „Getum við ekki kíkt inn í flugskýlin? Þessi tvö,“ sagði Úlfur og benti inn í myrkrið þar sem sást móta fyrir skýlum. „Það er gaddavírsgirðing í kringum völlinn,“ sagði Amina, „og pottþétt myndavélar út um allt.“ „Mér er skítsama,“ sagði Úlfur, „þá hringja þeir bara á lögguna. Sem er kannski langbest.“

66 Flótti um nótt Amina skreið eftir girðingunni til að leita að gati. Og hún fann glufu. Mjög litla. Krökkunum tókst að stækka gatið með því að beygja nokkra víra. Síðan skriðu þau í gegn. Úlfur festi úlpuna en Amina losaði hann. Að svo búnu læddust þau af stað og þorðu varla að anda. „Er ekki ljós í skýlinu hægra megin?“ Amina benti á flugskýlið sem blasti við þeim. Ljósrönd virtist vera undir risastórri hurð. Flöktandi ljós. „Mér sýnist það,“ sagði Úlfur skraufþurr í munninum. „Eigum við að ... halda áfram eða ... eða láta fólkið á hótelinu vita. Biðja það um að hringja í lögguna.“ „Löggan hlýtur að koma bráðum,“ sagði Amina. „Ef fólki er rænt á Íslandi er þetta eina leiðin í burtu. Jú, líka höfnin.“ „Já, en það eru flugvellir út um allt land,“ sagði hann.

67 „Væri ekki grunsamlegt ef einkaþota myndi lenda á litlum flugvelli úti á landi?“ spurði Amina. Úlfur kinkaði bara kolli. Auðvitað hafði hún rétt fyrir sér. Á Reykjavíkurflugvelli lenda einkaþotur næstum daglega og vekja engar grunsemdir. „Er ekki gluggi á flugskýlum?“ „Ég hef ekki hugmynd,“ sagði Úlfur. „Læðumst hringinn. Það hlýtur að vera gluggi eða önnur hurð. Kannski gægjugat.“ Hann hafði rétt fyrir sér því á þeirri hlið sem sneri að flugvellinum var gluggi. Úlfur fann dynjandi hjartslátt í brjóstinu. Hann átti það til að gleyma að anda út af stressi og það munaði minnstu að hann félli í yfirlið. Hann seildist eftir hönd Aminu og lagði hana að brjóstkassanum. „Finnurðu? Ég er drepast úr spenningi.“ „Ég líka. Alveg að skíta á mig. Í alvöru. Við getum ekki hætt við núna. Verðum bara að treysta að lögguna gruni það sama og okkur.“

68 „Það er flugvél þarna inni,“ sagði Úlfur æstist enn þá meira, „og tveir svartir sendiferðabílar.“ Þau störðu stjörf inn um gluggann, aðallega í leit að vinum sínum. Bílunum var lagt fyrir aftan flugvélina þannig að Amina og Úlfur sáu ekki nákvæmlega hvað fólkið var að gera. „Eru þau að bera eitthvað inn í vélina. Eitthvað þungt?“ Úlfur teygði úr sér til að reyna að sjá betur. „Af hverju er ekki annar gluggi á þessu fjandans skýli.“ Hann var pirraður og óttasleginn en reyndi að halda yfirvegun. Sem var mjög erfitt undir þessum kringumstæðum. „Heldurðu að þau séu að bera krakkana inn í vélina?“ Amina leit á Úlf tárvotum augum. „Ég veit það ekki,“ hvíslaði hann og starði fram fyrir sig. „Þarna er stelpan!“ bætti hann við og hækkaði róminn. „Þetta er hún. Ég get svarið það. Stelpan með skiltið.“

69 „Er hún þá ein af þeim?“ sagði Amina en átti bágt með að trúa því að stelpa á aldur við þau væri í liði með mannræningjum og þjófum. Nema hún væri neydd til þess. Kannski hafði hún verið seld mansali, væri þræll og vinnudýr. Sæt og saklaus. Það blekkir. Samt örugglega óttaslegin. „Þau eru að fara á þessari vél,“ sagði Úlfur, „þau eru að undirbúa brottför. Klukkan er þá að verða 23:30 eins og stóð á miðanum. Það er allt að ganga upp hjá þeim.“

70 „Við verðum að læsa þau inni,“ sagði Amina, „setjum eitthvað fyrir hurðina.“ Hún tók sprett og Úlfur þorði ekki annað en að fylgja henni. Hann hafði ekki hugmynd um að hverju hún var að leita en elti eins og sannur vinur. Ekki vildi hann hanga einn fyrir utan gluggann. Eitthvað varð að gera. Þau fundu ekkert í nágrenni við flugskýlið sem gæti hindrað að dyrnar yrðu opnaðar. Líklega var um rafmagnshurð að ræða af því hún var risastór. Og þá skipti litlu máli hvort steinn eða tunna eða eitthvað annað væri fyrir utan. Þegar Amina var næstum komin heilan hring í kringum flugskýlið opnuðust dyrnar, hægt og rólega. Lítil dráttarvél dró flugvélina út, metra fyrir metra. Úlfur og Amina rétt náðu að fela sig fyrir aftan hurðina sem opnaðist út. Þau héldu niðri í sér andanum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=