Á ferð um samfélagið

GAMAN SAMAN: ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 97 Viðfangsefni 15. Gerðu könnun í fjölskyldu þinni (systkini, foreldra og aðra ættingja) um hvaða skilning hún leggur í hugtakið að elska. 16. Fjölmargir dægurlagatextar fjalla um ást, kossa og kynlíf. Finndu dæmi um dægurlagatexta frá mis- munandi tímaskeiðum og ólíkum löndum sem fjalla um ást, kossa eða kynlíf. Ræðið innihald text- anna. 17. Ein þjóð getur haft annan skilning á kynlífi en önnur. Hvað er átt við með því? 18. Hver er boðskapurinn í dæmisög- unni um ketilinn? Hvaða skoðun hefur þú á þessum boðskap? Rök- styddu svarið. 19. Af hverju heldur þú að það hafi verið mun erfiðara fyrir pör á 19. öld að skilja en fyrir pör nú á dögum? 20. Skilnaðir fólks hafa áhrif á fjölda annarra og þá sérstaklega börn parsins. Í ljósi þess – ætti að banna skilnaði með lögum. Getur þú fundið rök með og á móti lög- banni á skilnaði? 21. Stundum er sagt: „ástin breytir þeim vitra í vitleysing.“ En gerir hún það? Hver er þín skoðun? Heimildavinna 22. Á sumum menningarsvæðum heilsast fólk með kossi – annars staðar er það ekki viðeigandi. Notaðu netið og aðrar heimildir og kannaðu hvernig fólk heilsast og kveðst innan ólíkra menningar- heima. 23. Skoðaðu netið eða aðrar heimildir frá ólíkum tímabilum og finndu dægurlög sem fjalla um ástina, ástarvímu eða ástarsorg. Er mikill munur á umfjölluninni eftir tíma- bilum? 24. Skoðaðu tónlistarmyndbönd af framkomu tónlistarmanna frá ólíkum tímaskeiðum (t.d. Bítlana eða Rolling Stones) og berðu þau saman við tónlistarmyndbönd í dag. Hvað hefur aðallega breyst í sambandi við klæðaburð og líkamstjáningu? 25. Notaðu námsbækur, fræðirit eða netið og leitaðu eftir spakmælum og tilvitnunum um ástina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=