Á ferð um samfélagið

GAMAN SAMAN: ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 95 og kunningja. Þegar fólk skilur geta komið upp árekstrar sem setja fjöl- skyldulífið úr skorðum. Afmælisveislur eða fjölskylduboð um jól og páska geta því orðið að verkefni sem þarf að leysa. Enn annað vandamál getur skotið upp kollinum þegar foreldrar eignast nýjan kærasta eða kærustu. Sum börn gæla við þá ósk að foreldrarnir taki saman að nýju en möguleikinn á slíku minnkar talsvert ef annað hvort foreldranna er komið með nýjan kærasta eða kærustu. Sumum börnum finnst einnig vandræðalegt að horfa upp á foreldra sína hegða sér eins og nýástfangnir unglingar. Eins getur það verið álag að eignast nýja fjölskyldu með nýjum systkinum og/eða stjúp- systkinum. Skilnaðir þurfa ekki endilega að vera neikvæðir þó þeim fylgi alltaf mikil röskun og álag á alla. Því er mikilvægt að allir hjálpist að þannig að bæði foreldrarnir og börnin geti eignast sem best líf eftir að foreldrarnir hafa flutt hvor frá öðrum. Það getur reynst flókið að púsla saman lífi fólks eftir skilnað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=