Á ferð um samfélagið

94 segja hefur komið upp sú hugmynd að best væri ef börnin gætu búið áfram á einu heimili en foreldrarnir myndu flytja þangað inn til skiptis. Hugmyndin er áhugaverð þótt hún sé hugsanlega ekki framkvæmanleg af mörgum ástæð- um. Hvaða ástæður gætu það verið? Foreldrar sem skilja verða að komast að samkomulagi um forsjá og umgengni við börnin. Forsjá er nú sameiginleg eftir skilnað nema annars sé óskað. Á tímabilinu 2006–2010 var fjöldi skiln- aðarbarna um 1200. Um 85% foreldra sömdu um sameiginlega forsjá, 14% mæðra fengu forsjá yfir börnum sínum en 1% feðra á þessu tímabili. Þó svo að forsjáin sé sameiginleg þarf barnið að eiga lögheimili hjá öðru hvoru foreldranna. Ef foreldrum tekst ekki að komast að samkomulagi um hversu mikinn tíma barnið á að vera hjá hvoru um sig þá skera dómstólar úr um það. Ef barnið er orðið 12 ára þá á það rétt á að fá að tjá skoðun sína um hvar það vilji búa – það er að segja barnið á rétt á að rödd þess heyrist. Þó reynt sé að taka tillit til óska barnsins hefur það ekki endanlegt val um búsetu fyrr en það er orðið 18 ára gamalt. Skilnaður hefur áhrif á fleiri en bara börnin, hann getur líka haft áhrif á afa og ömmur, frænkur og frændur, vini Skilnaðartíðni hefur aukist hér á landi og er nú um 40% vígslna (munur milli þeirra sem gifta sig og þeirra sem skilja á ári).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=