Á ferð um samfélagið

GAMAN SAMAN: ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 93 Í tölum Hagstofunnar kemur einnig fram að meðallengd hjónabanda við lögskilnað var tíu ár fyrir tímabilið 1961–1965 en á árinu 2011 var meðal- lengdin þrettán ár. Lögskilnaður þýðir að hjónabandi sé endanlega lokið. Á undan fer yfirleitt skilnaður að borði og sæng en það er reynslutímabil. Tíma- bilið varir yfirleitt í eitt ár og hjónin eru enn gift þó þau búi ekki lengur saman. Sameiginleg ábyrgð á útgjöld- um fjölskyldunnar fellur hins vegar niður á þessu tímabili. Að því loknu geta hjónin sótt um lögskilnað. Lögskilnaður eftir aldri hjóna Meðalaldur kvenna við skilnað 1961–1965 Meðalaldur karla við skilnað 1961–1965 Meðalaldur kvenna við skilnað 2011 Meðalaldur karla við skilnað 2011 34 ár 38 ár 42 ár 38 ár Hagstofa Íslands Þeim var ekki skapað nema að skilja (Tristanskvæði). Í kaflanum hér að framan voru ræddar ástæður skilnaða en nú er komið að áhrifum þeirra. Skilnaðir fólks sem hafa verið í hjónabandi eða sambúð hefur ekki bara áhrif á parið sjálft heldur einnig fjölmarga aðra, sérstaklega ef fólk á börn. Veruleikinn er ekki bara eitt heimili heldur tvö og því fylgja mörg verkefni sem getur verið snúið að leysa. Nú þarf að flytja föt, skó, æfingadót, skólabækur, leik- föng og tölvur á milli staða. Mörg börn og unglingar upplifa aukna streitu við allt umstangið. Meira að Áhrif skilnaða

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=