Á ferð um samfélagið

92 Ef við skoðum aldur fólks sem er að hefja sambúð (2011) þá er hann aðeins lægri en við stofnun hjónabands, eða 32 ár meðal karla og 29 ár meðal kvenna. Í blíðu og stríðu Fólk sem gifti sig áður fyrr hafði færri möguleika á að skilja, litið var á hjónaband til lífstíðar, parið lofaði að vera saman í blíðu og stríðu þar til dauðinn aðskildi þau. Og þó að mörg hjónabönd endist ævina út þá er það ekki eins algengt og áður. Fólk giftir sig seinna nú en áður Meðalaldur brúðar 1961 Meðalaldur brúðguma 1961 Meðalaldur brúðar 2011 Meðalaldur brúðguma 2011 24 ár 27 ár 35 ár 37 ár Hagstofa Íslands Herbert og Zelmiyra Fisher frá Kaliforníu áttu heimsmet í lengd hjónabands. Þau giftu sig árið 1924 og höfðu verið gift í 87 ár þegar Herbert (105) lést árið 2011.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=