Á ferð um samfélagið

GAMAN SAMAN: ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 91 Breyttir tímar Nú á dögum er alvanalegt að fólk flytji saman eftir að hafa verið par í einhvern tíma. Flestir byrja í sambúð og síðan velja margir að gifta sig til að ramma inn sambúðina. Á 19. öld sá kirkjan um allar giftingar en nú gifta margir sig borgaralega. Borgaraleg gifting þýðir að parið er gefið saman af sýslumanni en ekki presti. Á Íslandi eru nú eftir- farandi skilyrði fyrir giftingu tveggja einstaklinga: • Hjónaefnin þurfa að hafa náð 18 ára aldri, nema sérstakt leyfi innanríkisráðuneytisins hafi fengist. • Einstaklingar sem sviptir hafa verið lögræði mega ekki giftast nema með samþykki lög- ráðamanns síns eða undanþágu ráðuneytis. • Hjónaefnin mega hvorki vera skyldmenni í beinan legg né systkini. Kjörforeldri og kjör- barn mega ekki giftast nema ættleiðing hafi áður verið felld niður. • Tví- eða fjölkvæni er ekki heimilt hér á landi og þarf því hjónaefni sem hefur áður verið í hjúskap að leggja fram vottorð um að hjónabandi sé löglega slitið og fjárskiptum lokið. Giftingaraldur hér á landi er 18 ár en samt giftir fólk sig eldra nú en áður. Hagstofa Íslands gefur reglulega út tölfræði um hjóna- bönd og hjónavígslur. Þar kemur fram að á árunum 1971–´75 var 91 brúðgumi og 369 brúðir á aldrinum 15–19 ára en fyrir tímabilið 2006–2010 voru brúðgumarnir á þessum aldri 2 og brúðirnar 12. Hækkun giftingaraldurs tengist því að langskóla- menntun hefur aukist og að fólk býr nú saman um lengri tíma áður en það giftir sig. Á Íslandi er hjúskapar- eða giftingaraldur 18 ár.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=