Á ferð um samfélagið

90 Ástin blómstrar hjá Rómeó og Júlíu en aðstæður breytast skyndilega til hins verra eftir blóðug slagsmál þar sem Rómeó drepur frænda Júlíu og er gerður brottrækur úr ríkinu. Á þeim tíma voru hagræðinga- hjónabönd eða nauðungarhjónabönd algeng en í því felst að fjölskyldur ákveða hver eigi að giftast hverjum út frá hagsmunum fjölskyldunnar. Þess ber að geta að hagræðingarhjóna- bönd eru enn algengt fyrirkomulag í fjölmörgum ríkjum jarðar, þó einna síst á Vesturlöndum. Og nú fær Júlía skilaboð um að fjölskylda hennar hafi fundið mann sem hún eigi að giftast. Allt fer í hnút og sagan endar með því að bæði Júlía og Rómeó deyja á átakalegan hátt. Dauði ung- mennanna leiðir til þess að fjölskyld- urnar tvær ræða saman og semja um frið sín á milli. Frjálst val Í vestrænni menningu er litið á ástina sem bindiefnið eða límið sem heldur parinu saman. Mörgum Vesturlanda- búum finnst sá siður undarlegur að ungt fólk víða um heim skuli ekki fá að velja sér maka sjálft, heldur sjái fjölskyldan alfarið um makavalið. Það skýtna er að fólki úr öðrum menningarheimum finnst undarlegt að fólk á Vesturlöndum velji lífsföru- naut út frá tilfinningum. Mörgum finnst það fullkomlega eðlilegt að beita skynsemissjónarmiðum þegar til stendur að velja maka fyrir lífstíð. Þeirra skoðun er að ekki sé gott að láta bullandi tilfinningar stýra makavali. Sums staðar í Asíu er fólki ráðlagt að telja upp að tíu þegar ástartilfinn- ingin ætlar að bera það ofurliði. Hér á landi er fólki oft gefið sama ráð gagn- vart reiðitilfinningu. Það eru gömul sannindi og ný að tilfinningin sem fylgir því að vera ástfangin breytist smátt og smátt og að það er ekki alltaf auðvelt að sýna skynsemi þegar ástar- víman er hvað sterkust. Til er skemmtileg dæmisaga um hvernig Austurlandabúar annars vegar og Vesturlandabúar hins vegar líta á ást. Það er dæmisagan um ketilinn. Vesturlandabúar setja sjóðandi vatn í ketil og leggja hann síðan á kalda hellu. Smám saman kólnar vatnið í katlinum. Austurlandabúar setja kalt vatn í ketil og honum síðan komið fyrir á heitri hellu sem hitar vatnið smátt og smátt þar til það fer að bullsjóða. Svo nú er spurningin hvort betra sé að giftast einstaklingi sem maður þekkir lítið og vonast til að verða smátt og smátt ást- fanginn af viðkomandi eða að giftast einstaklingi sem maður er sjóðheitur fyrir og sjá svo tilfinningarnar hugsan- lega kólna smám saman. Þess ber að geta að ekkert svar fæst við því hvort sér betra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=