Á ferð um samfélagið

GAMAN SAMAN: ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 89 HUGTAK Töluverð hætta er á að fólk sem horfir mikið á klám fái brenglaðar hugmyndir um kynlíf. Þess vegna er mikilvægt að ungt fólk átti sig á muninum á klámi og heilbrigðu kynlífi svo að það skilji hvar mörkin liggja og geti stundað ábyrgt kynlíf. Frægasta par í heimi Árið 1595 samdi William Shakespeare leikritið fræga um Rómeó og Júlíu . Sögusviðið í þessari þekktu ástarsögu er ítalska borgin Veróna. Tvær stórar ættir, Capulet-ættin annars vegar og Montague-ættin hins vegar eru svarnir óvinir og hafa eldað grátt silfur lengi. Allt í einu gerist það. Hinn 16 ára gamli Rómeó Montague og hin tæplega 14 ára gamla Júlía Capulet hittast og verða ástfangin upp fyrir haus. Þeim er hins vegar Hvað er klám? Hægt er að skilgreina klám sem efni sem sýnir kynlíf og/eða kynfæri í tengslum við misnotkun eða niðurlægingu á einhvern hátt. Við getum líka bætt við að klám sé til dæmis kynlíf sem sett er í samhengi við kaup og sölu, stundum með og stundum án samþykkis og með þvingunum. Klám inniheldur oft ofbeldi og sendir þau skilaboð að það sé í lagi að beita ofbeldi og að það sé hluti af eðlilegu kyn- lífi. Engin skilgreining er til á klámi í íslenskum lögum en í 210. grein almennra hegningarlaga stendur:„Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum … eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt.“ Uppfærsla Vesturports leikhópsins á Rómeó og Júlíu, 2002. fullkomlega ljóst að fjölskyldur þeirra munu aldrei viðurkenna ástarsamband á milli þeirra. Þau ákveða því að giftast á laun í von um að fjölskyldurnar hætti að hatast út í hvor aðra. Og munkur- inn Lorenzo er reiðubúinn að hjálpa þeim.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=