88 Hvað segja lögin? Umræða um kynlíf hefur breyst gríðarmikið hér á Íslandi síðustu árin sem og víða annars staðar í þróuðum löndum. Fyrir nokkrum áratugum sáust sjaldan myndir af hálfnöktu fólki í fjölmiðlum og umræða um getnaðarvarnir eða sjálfsfróun tíðkaðist ekki heldur. Nú kippa fáir sér upp við myndbirtingar af nöktu fólki og í blöðum og tímaritum er hægt að lesa myndskreyttar greinar um hvernig fólk geti fengið meira út úr kynlífi. Margir hafa gagnrýnt fjölmiðla fyrir að ýta undir klám og klámvæðingu í samfélaginu. Skýrskotanir í kynferðis- legar athafnir eða klæðaburð eru orðnar svo algengar að fólk er nánast hætt að taka eftir þeim. Sá hópur sem verður fyrir hvað mestum áhrifum af slíkri klámvæðingu eru börn og unglingar. Mikið af afþreyingarefni sem höfðar til unglinga er klámvætt á einhvern hátt. Mest er um klám á netinu en klám og klámfengið efni er einnig að finna í tónlistarmyndböndum, auglýsingum, sjónvarpsþáttum og tölvuleikjum svo dæmi séu nefnd. Er hægt að kalla ungt fólk nú á dögum klámkynslóðina vegna þess hve aðgangur ungmenna að klámi er greiður?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=