Á ferð um samfélagið

HVAÐ ER SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 7 HUGTAK þessum samfélögum. Annað samfélag sem eru minna en landið eða ríkið sem þú býrð í er fjölskyldan. Við höfum sterka tilfinningu fyrir að tilheyra fjöl- skyldu því hún hefur svo mikil áhrif á allt líf okkar. Af öðrum smærri samfélögum sem skapa tilfinningu fyrir að tilheyra ein- hverjum hópi er byggðarlagið sem við búum í, bekkurinn eða skólinn. Svo eru einnig til samfélög sem eru ekki tengd við ákveðinn stað en okkur finnst við samt tilheyra. Þú gætir verið æstur aðdáandi Bítlanna og átt á mörg- um sviðum meira sameiginlegt með öðrum Bítlaaðdáendum en mörgum Íslendingum. Þótt það séu til ýmsar gerðir af samfélögum, þá hugsum við oftast um þjóðina eða ríkið þegar við tölum um samfélag. Ríkið eða þjóðin er ógnarstórt og flókið „samfélag“. Það inniheldur mörg hundruð þúsund einstaklinga, marga þar á meðal sem þú kemur aldrei til með að heyra svo mikið sem nefnda á nafn hvað þá að hitta. Og hér eru staðir og hópar sem við komum aldrei til með að kynnast. Samt er eitthvað sem tengir okkur saman í „ímynduðum félagsskap“ og gefur okkur samkennd. Hvort sem tilfinningin fyrir að tilheyra þessum félagsskap er sterk eða veik þá er mjög erfitt að losna algjörlega undan henni. Samfélag eða þjóðfélag? Venja er að greina á milli hugtakanna samfélags og þjóðfélags. Samkvæmt skil- greiningu er samfélag hópur fólks í skipulögðum félagsskap sem hefur samskipti hvert við annað. Íbúar samfélagsins fylgja að mestu sömu reglum og lögum og þeir hafa tilfinningu fyrir að tilheyra sama samfélagi. Samfélög geta verið bæði agnarsmá og risastór. Dæmi um lítil samfélög eru fjölskyldan eða skólinn. Af stærri samfélögum má nefna sveitarfélög, landsfjórðunga, Ísland, Evrópu og loks alþjóðasamfélagið sem allir íbúar jarðar eru hluti af. Þjóðfélag er hins vegar skilgreint sem hópur fólks sem lifir saman í skipulögðu ríki, með sameiginlegu stjórnkerfi og gjaldmiðli. Þjóðfélag er þrengra hugtak en samfélag, en með því er yfirleitt átt við ríki sem hefur landamæri, sameiginleg lög, gjaldmiðil og ríkisstjórn. Íslenska ríkið er dæmi um þjóðfélag sem hefur þar fyrir utan sameiginlega sögu, menningu og tungumál.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=