Á ferð um samfélagið

GAMAN SAMAN: ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 87 Áreitni og misnotkun Til eru fullorðnir einstaklingar sem nota börn til að fullnægja kynferðislegum löngunum sínum. Það er refsivert samkvæmt íslenskum lögum. Margir eiga í erfiðleikum með að segja frá hafi þeir orðið fyrir kynferðislegri áreitni . Þol- endur standa oft í þeirri trú að þeir einir hafi orðið fyrir kynferðislegri misbeitingu. En svo er ekki. Þó svo að umræðan um misnotkun barna og unglinga hafi verið að aukast hér á landi geta liðið ár og jafnvel áratugir áður en fólk segir frá misnotkun. Sumir velja að þegja allt sitt líf og burðast með leyndarmál sem getur verið bæði vont og sársaukafullt. Sumir velja að þegja um kynferðisbrotin af ótta við að verða ekki trúað. Við höfum séð fjölda slíkra tilfella í fjölmiðlum síðustu ár. Ef gerand- inn er í fjölskyldu viðkomandi verður málið enn flóknara. Reyndin er sú að gerandinn er oftar en ekki í eða tengdur fjölskyldunni. Algengt er að börn og unglingar sem hafa verið misnotuð finni fyrir einmanaleika eða glími við ýmsan geðrænan og tilfinningalegan vanda. Því er mikilvægt að fá umræðuna fram í dagsljósið. Skömmin er gerandans en ekki þolandans. Sá sem verður fyrir misnotkun hefur ekkert gert af sér. Börn sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni tala mörg um hversu erfitt það er að finna rétta tækifærið til að segja frá því sem gerðist. Ríkislögreglustjóri, ársskýrsla 2013 250 200 150 100 50 0 97 114 209 143 121 2010 2011 2012 2013 2014 Kynferðisbrot gegn börnum FJÖLDI Börn geta verið varnarlaus gegn áreitni og misnotkun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=