Á ferð um samfélagið

86 Ein þjóð getur haft skilning á kynlífi sem önnur hefur ekki og það endur- speglast í lögum viðkomandi ríkja. Í Hollandi eru sérstök lög fyrir 12–16 ára unglinga. Þar stendur að unglingar hafi sjálfir rétt á að ákveða hvernig kynlíf þeir vilji stunda en jafnframt að það beri að vernda þá fyrir misnotkun fullorðinna. Í sumum löndum eru engin aldurs- ákvæði um hvenær unglingar megi hafa samfarir heldur er litið svo á að kynlíf hefjist ekki fyrr en við hjónaband. Þetta á til að mynda við í mörgum löndum múslíma. Í öðrum löndum eru ákveðin aldursmörk sett fyrir kynferðismök eða samræði milli stráks og stelpu og önnur aldursmörk fyrir mök milli einstaklinga af sama kyni. Lágmarksaldur fyrir samræði í nokkrum löndum Ísland 15 ára Svíþjóð 15 ára Finnland 16 ára Vatíkanið 12 ára Spánn 13 ára Tyrkland 18 ára Noregur 16 ára HUGTAK Hvað er kynferðislegt ofbeldi? Talað er um kynferðislegt ofbeldi ef barn er fengið til kyn- ferðislegra athafna eða þegar komið er fram við barn með kynferðislegum athugasemdum eða athöfnum. Kynferðislegt ofbeldi felur meðal annars í sér samfarir og/eða munnmök, þukl innan klæða á kynfærum og öðrum persónulegum stöðum og þegar horft er á kyn- færi, kynferðislegar athafnir eða klámefni. leiðinafram.is Menningarlegur munur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=