Á ferð um samfélagið

GAMAN SAMAN: ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 85 HUGTAK Það er líka hægt að segja að fólk sé hæft til að sofa saman þegar það hefur þroskað með sér ábyrgðarkennd til að ráða við það. Með ábyrgu kynlífi er átt við það að virða mörk og sýna gagnkvæma virðingu. Ábyrgt kynlíf snýst líka um að strákar geri ekki stelpur óléttar og að stelpur gæti þess að verða ekki þungaðar. Á netinu er að finna ýmsar fróðlegar síður um kynlíf, ein af þeim er Kynfræðsluvefurinn . Þar stendur: „Orðið kynlíf hefur mismunandi merkingu í hugum okkar. Sumir setja jafnaðarmerki milli kyn- lífs og samfara meðan aðrir segja að í hug- takinu felist miklu meira eða allt líf mann- eskjunnar sem kynveru. Flestir tengja samt hugtakið kynlíf við einhvers konar snertingu og örvun á kynferðislega næmum stöðum líkamans, við kossa, kelerí, gælur, fróun eða samfarir. Kynlíf er hægt að stunda með sjálfum sér. Það er kallað sjálfsfróun og hana stunda langflestir. Mikilvægt er að stunda kynlíf með öðrum aðeins ef maður þekkir og treystir hinum og vill það sjálfur.“ Í rannsókn frá árinu 2009 um kynhegðun 10. bekkinga hér á landi kom í ljós að mark- tækt fleiri stelpur en strákar höfðu stundað kynlíf í 10. bekk. Rannsóknin sýndi að um 67% nemenda höfðu ekki stundað kynlíf en um þriðjungur hafði gert það. Í rannsókn- inni kom reyndar ekki fram skilgreining á kynlífi en þó nokkuð er um að ungt fólk skilgreini munnmök til dæmis ekki sem kynlíf. Meðalaldur fyrstu kynmaka var 16 ár og fer heldur hækkandi. Stelpur byrja yfir- leitt að stunda kynmök fyrr en strákar og kann það að skýrast af því að stelpur þroskast líkamlega aðeins fyrr en strákar. Kynheilbrigði Í Kynungabók er fjallað um kynlíf og kyn- heilbrigði. Þar stendur: Kynheilbrigði er það að lifa heilbrigðu kynlífi. Heilbrigt kynlíf er mikilvægt fyrir alla einstaklinga. Það felur meira í sér en það að nota getn- aðarvarnir og vera laus við kynsjúkdóma. Það er líka kynheilbrigði að geta talað saman um kynlíf og ábyrgð í kynlífi. Góð samskipti skipta mestu máli í heilbrigðu kynferðislegu sambandi. Mikilvægt er að tjá sig um væntingar og mörk. Kynheil- brigði byggir á sjálfsþekkingu; að þekkja líkama sinn og tilfinningar. Í stuttu máli má segja að kynheilbrigði felist í að vera andlega, líkamlega og tilfinningalega viss um eigin afstöðu og þarfir í kynlífi. Kynungabók bls. 30 Ábyrgt kynlíf snýst um að virða mörk og sýna gagnkvæma virðingu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=