Á ferð um samfélagið

84 Kysstu mig Kossar eru notaðir í samskiptum við þá sem okkur þykir vænt um. Margir heilsa ömmu og afa með kossi á kinn, kyssa mömmu og pabba góða nótt og heilsa vinum með einum smelli á kinnina. Dæmin sýna að kossar eru ekki endilega kynferðislegir þótt þeir geti verið það. Kossar eru oft það fyrsta sem par í ástarsambandi gerir saman.  Í kynferðislegum kossum notar fólk munninn og jafnvel tunguna.  Og margir muna síðar eftir fyrsta strákn- um eða stelpunni sem þeir kysstu. „Love hurts“ – ástin særir Tilfinningin sem fylgir því að vera ástfangin(n) getur verið stórkostleg. Margir vita líka að ástarsorg er vond tilfinning. Það er aldrei gott að vera hafnað. En það getur líka verið erfitt að vera sá sem tekur ákvörðun um að enda ástarsamband. Sá sem endar ástarsamband er oft leiður og finnur fyrir samviskubiti yfir að hafa sært aðra manneskju. Þeim sem verður fyrir höfnun líður líka illa og fær jafnvel til- finninguna um að vera einskis virði. Margar leiðir eru farnar til að enda ástarsamband. Sumir eru huglausir, þeir þora ekki að hitta manneskjuna sem þeir eru að segja upp augliti til auglitis heldur senda skilaboð með síma, á netinu eða álíka. Öðrum tekst að vera hugrakkari. Tilbúin, viðbúin, bíða? Bæði stákar og stelpur velta fyrir sér hvenær þau ættu að byrja að sofa saman. Ef þú þarft að spyrja þig þess- arar spurningar væri ekki úr vegi að spyrja sig líka um hvort ekki sé best að bíða með það? Kossar eru tjáning ástar, hlýju, virðingar eða til kveðju. Eru kossar eðlislægir manninum eða eru þeir lærð hegðun? Hvenær er eðlilegt að einstaklingar byrji að sofa saman? Hvað finnst þér?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=