Á ferð um samfélagið

GAMAN SAMAN: ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 83 Enginn efast um að mjög sterkar tilfinn- ingar fylgja því að vera ástfangin(n). Ástandinu má líkja við nokkurs konar vímu. Efnafræðilegar breytingar eiga sér stað í heilanum sem gera það að verkum að tilveran fer á hvolf. Nýlegar rannsóknir sýna hvað getur gerst þegar fólk verður ástfangið. Hormón flæða af stað og senda skilaboð milli ólíkra líffæra. Heilinn fram- leiðir mikið af hormóninu adrenalín en það efni virkar á vöðva. Hormónið eykur hjartslátt og gerir fólk eirðarlausara. Jafn- framt dælir heilinn dópamíni út í líkamann en það er taugaboðefni sem gerir okkur glöð og ánægð. Dópamínið eykur orku og er eitt af þeim efnum sem hefur áhrif á kynhvötina. Þar fyrir utan framleiðir heilinn mikið af ferómóni en það efni hefur áhrif á miðtaugakerfið og orsakar ástarvímu. Í dýraríkinu segir ferómón til um hvort kvendýrið sé fúst til mökunar. Til eru rannsóknir sem sýna að mann- fólkið bregst líka við efninu þó áhrifin séu ekki jafn augljós. Efnið finnst í smáum skömmtum í súkkulaði. Fólk sem vill eiga rómantíska kvöldstund ætti að bjóða elskunni upp á súkkulaði sem einnig inni- heldur örlítið af rauðum pipar (chili). Hvað er ást? Hvað er eiginlega ást ? Ást hefur verið skilgreind í bak og fyrir af alls kyns andans fólki í aldanna rás. Ljóðræna ástin er falleg, blaktandi tilfinning í brjósti, lífeðlisfræðilega ástin er endorfíngusa í æðum og útvíkkuð sjáöldur, afkvæmaástin kemur í veg fyrir að við skiljum ungana okkar eftir á víðavangi og almenna mannkynsástin tryggir nokkurn veginn þolanlegt ástand í (mörgum) samfélögum jarðar. Vinir mínir segja þetta um ást: • Ást er þriggja stafa orð notað í skáldsögum og krossgátum. • Ást er að fá fiðrildi í magann þegar þú sérð einhverja manneskju. • Ást getur staðið án losta. • Losti þarf ekki að tengjast ást. • Ást er væntumþykja. • Ást er ákvörðun. • Ást er rafboð og efnasambönd í líkamanum. • Ástin er staðfesting á því að þú ert mennsk(ur). • Sá eða sú sem elskar ekki, er ekki mennsk(ur). Þríhyrningskenningin um ástina, eftir sálfræðinginn Robert Sternberg, gerir ráð fyrir því að ástin sé samsett úr þremur inni- haldsefnum; nánd, skuldbind- ingu og ástríðu . Nándin verður til milli fólks þegar það treystir hvert öðru fyrir viðkvæmum upplýsingum og fellir niður varnir og grímur. Samkvæmt kenningunni gerist þetta milli tveggja elsk- enda í rómantískum samböndum eða milli vina. Skuldbinding er vænting um að sam- bandið sé varanlegt, í það minnsta þar til annar aðilinn hrekkur upp af. Ástríðan vísar svo til lostans og þess líkamlega, til kynferðis- legrar aðlöðunar. Robert segir að öll ást sé samsetning einhverra þessara þátta. Það er hægt að upplifa nánd og skuldbindingu – til dæmis gagnvart börnum og vinum. Nánd og ástríðu í skemmri lostafullum sam- böndum og þegar skuldbindingin bætist við er kannski komin uppskrift að því sem flestir leita að. Dv.is Þrír þættir ástarinnar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=