Á ferð um samfélagið

82 Að vera ástfangin(n) Eflaust hafa flestir upplifað þá tilfinningu að verða skotin(n) og jafnvel ástfangin(n). Hugsanlega situr þú núna og lætur þig dreyma um hina einu sönnu ást. Hugsar um einhvern eða einhverja sem fær hjarta þitt til að slá miklu hraðar. Sé heppnin með þér verða tilfinningar þínar endur- goldnar, einhver gæti líka verið skotin(n) í þér. Sumir verða ástfangnir en þora ekki að segja frá því. Enn aðrir segja frá höfnun. Það er í raun stórmerkilegt að fólk skuli skyndilega og án mikils fyrirvara geta orðið svo upptekið af annarri manneskju að það sjái ekkert annað. En hvað þýðir það að vera „ ástfangin(n) ?“ Hver er munurinn á að vera ástfangin(n) og að elska? Er hægt að vera ástfanginn án þess að elska? Eða elska án þess að vera ástfangin(n)? Er ein- hver munur þarna á milli? Ef þú ættir að svara spurningunni í mjög stuttu máli, hvernig myndir þú þá gera það? Ef við spyrðum fólk víða um heim hvaða skilning það legði í orðið að elska fengjum við örugglega mörg skemmtileg svör. Sumir myndu eflaust tengja það að elska við tilfinninguna um öryggi og nánd, til dæmis við foreldra, systkini og nána vini. Aðrir myndu segjast elska landið sitt, náttúruna, eitthvert ákveðið fótboltalið, hundinn sinn eða ferðalög. Flestir myndu þó nota hugtakið til að lýsa sterkum til- finningalegum böndum milli tveggja ein- staklinga sem eru skotnir hvor í öðrum þó vissulega sé líka hægt að tala um ást sem ekki er endurgoldin. Þótt erfitt sé að skilgreina ást og það að elska þá er hægt að finna fjölmargar síður á netinu sem fjalla einmitt um þessi fyrir- bæri. Ein þeirra hljómar svona:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=