Á ferð um samfélagið

FJÖLSKYLDAN : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 79 14. Fjölskyldan sér um að félagsmóta einstaklinga. Af hverju telur þú að systkin innan sömu fjölskyldu geti verið gjörólík þrátt fyrir að hafa verið félagsmótuð af sömu fjölskyldu? 15. Af hverju heldur þú að fjölkvæni og fjölveri hafi ekki tíðkast hér á landi? Er eitthvað sem mælir með því eða á móti? Viðfangsefni 16. Leitaðu upplýsinga um aðstæður niðursetninga/hreppsómaga hér á landi og skrifaðu blaða- eða tímarits- grein um viðfangsefnið. Notaðu ævi- sögur, námsbækur eða netið í heim- ildaöflun. 17. Sumir telja að nýjar reglur um fæð- ingarorlof/feðraorlof hafi verið stórt skref í átt til aukins jafnréttis hér á landi. Kynntu þér þessar reglur og reyndu að finna út hvernig reglurnar stuðla að auknu jafnrétti. 18. Berðu saman hlutverk fjölskyldna milli ólíkra menningarheima. Held- ur þú að þau séu alls staðar þau sömu? 19. Leitaðu upplýsinga um barna- brúðkaup í einu til tveimur ólíkum ríkjum heims og lýstu þeim nánar. 20. Kynntu þér ólíka brúðkaupssiði víða um heim. Heimildavinna 21 . Veldu tvö ólík tímabil Íslands- sögunnar (t.d. 17. og 20. öldina) og kynntu þér ólík lífskjör fólks á þessum tveimur tímabilum. 22. Leitaðu upplýsinga um stórfjöl- skyldur á tveimur til þremur menn- ingarsvæðum og lýstu þeim nánar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=