Á ferð um samfélagið

6 Þú hefur eflaust heyrt minnst á sam- félagsfræði einhverntíma án þess að gera þér fulla grein fyrir hvað hugtakið þýðir. Sumum finnst eins og samfélagsfræðin fjalli bókstaflega um allt í öllum heiminum. Fullyrðingin er ekki svo fráleit því samfélagsgreinar fjalla um allt sem fólk er að gera. Samfélagsgreinar, sem á fræðimáli kallast félagsvísindi fjalla um manninn og samskipti milli manna. Helstu greinar félagsvísindanna eru: • félagsfræði • mannfræði • stjórnmálafræði • sálfræði • hagfræði • landafræði • kynjafræði • fjölmiðlafræði Þegar við tölum um samfélagið okkar erum við oft að meina landið sem við búum í. Það er næstum eins og „samfélag“ og „land eða ríki“ þýði nákvæmlega það sama. En þannig er það ekki, því við erum hluti af ólíkum gerðum samfélaga. Sum eru stærri en ríkið eða landið sem við búum í en önnur minni. Dæmi um samfélag sem við tilheyrum og er stærra en ríkið eru Norðurlöndin eða Evrópska efnahagssvæðið en við tilheyrum báðum Hvað er samfélag? Hljómsveitarmeðlimir eru dæmi um lítið samfélag. Áhangendur tónlistarmanna eða íþróttaliða geta stundum myndað afar stór samfélög.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=