Á ferð um samfélagið

FJÖLSKYLDAN : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 77 Tíbeskar fjölskyldur Í Tíbet viðgengst eitt óvenjulegasta fjöl- skyldumynstur í heimi. Þar ganga bræður að eiga sömu konuna. Elsti bróðirinn ræður venjulega yfir bræðrum sínum en allir eiga þeir í kynferðislegu sambandi við konuna þegar þeir hafa náð fullorðins- aldri. Tíbetar telja margt ávinnast við þetta óvenjulega fjölskyldufyrirkomulag. Það gerir sumum bræðrunum kleift að ferðast að heiman um langan tíma til að reka hjarðir sínar, fullvissir um að einhver hinna verndi eiginkonuna. Beitilönd eru þá áfram í höndum fjölskyldunnar en er ekki skipt upp og útdeilt milli karlkyns erfingja. Þetta fyrirkomulag er algengt í Tíbet enda þótt kínverska stjórnin, sem þar fer með völd, hafi bannað það. Margir feður Börn í tíbeskum fjölskyldum þar sem eiginmennirnir eru margir vita fæst hver er hinn rétti faðir þeirra þótt móðirin kunni að vita það. Öll börnin í fjölskyld- unni umgangast elsta eiginmann móður- innar sem föður og hina sem föður- bræður. Þegar drengirnir vaxa úr grasi fylgja þeir oft sama mynstri og kvænast sömu konunni, sem þýðir að börn þeirra eiga marga feður og marga afa. Maðurinn, bls. 220 og 221 Fjölveri, sem tíðkast meðal annars í Tíbet og Norður-Indlandi þýðir að ein kona getur verið gift mörgum körlum samtímis. Rajo Verma frá Indlandi er gift fimm bræðrum og á með þeim einn son.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=