Á ferð um samfélagið

76 Fjölkvæni, sem tíðkast meðal annars meðal Yanómama-fólksins, þýðir að einn karl getur verið giftur mörgum konum samtímis. Fjölskyldusiðir Yanómama-fólksins eiga lítið skylt við það sem við þekkjum úr okkar sam- félagsgerð. Karlar mega eiga fleiri en eina konu samtímis. Slíkt fyrirkomulag kallast fjölkvæni . Afleiðing þessa er skortur á konum og því giftast sumir karlar aldrei og eignast ekki börn. Í þorpum Yanómama eru allir meira eða minna skyldir og um það bil helmingur hvers árgangs eru náskyldur, það er systkini eða systkinabörn. Hinn helmingur árgangsins er ekki alveg jafn skyldur og þar er hægt að leita sér að maka. Annað dæmi um ólíkt fjölskyldumynstur kemur frá Tíbet. Í nokkrum samfélagsgerðum mega konur vera giftar mörgum mönnum samtímis, einkum á harðbýlum svæðum eins og í Nepal, Norður-Indlandi og Tíbet. Slíkt fyrirkomulag kallast fjölveri . Kynungabók, bls. 8 Hvað hefur breyst? Sókn kvenna út á vinnumarkaðinn hefur gjörbreytt stöðu þeirra og aukið fjárhags- legt og félagslegt sjálfstæði til muna. Mikil- vægt er að minnast þess að breytingar náð- ust fram vegna jafnréttisbaráttu sem skilað hefur miklum árangri. Má þar nefna fjölgun kvenna í áhrifastöðum, fjölgun leikskóla og lengra fæðingarorlof. Margir telja að eldri hugmyndir um karla sem fyrirvinnu hafi haft þær afleiðingar að samskipti feðra og barna voru oft og tíðum lítil hér áður fyrr. Óhætt er að segja að feður eigi nú nánari samskipti við börn sín en þekktist meðal þéttbýlisfólks á síðustu öld. Lagaákvæði í jafnréttislögum um að atvinnurekendum beri skylda til að gera starfsfólki kleift að samræma starfsskyldur og fjölskylduábyrgð gera körlum auðveldara að sinna börnum sínum. Reyndar hafa lög um fæðingar- og foreldraorlof frá árinu 2000 haft töluverð áhrif því karlar nýta rétt sinn til fæðingar- orlofs í auknum mæli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=